Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 10
10
NORÐURLJÓSIÐ
fús til þess. Vér skulum gera aú »orum bænum einföldu
bænirnar, sem guðsmaðurinn kenndi:
Ó, Drottinn, sýn þú mér sjálfa(n) mig.
Ó, Drottinn, sýn þú mér sjálfan þig.
(Athugasemd ritstjórans. Þessar þrjár sögur: Horfiðbeint fram. Á
re'ttri leið og Litla eldhússtúlkan eru allar á blaði, sem Mr. Gook
gaf me'r, er e'g heimsótti hann í febrúar 1919).
Barni kennt að trúa og treysta
Það var D. L. Moody, sem var vanur að segja þessa sögu: Hann
átti son, sem var kallaður Willie. Dag nokkurn reyndi faðir
hans að kenna honum að treysta pabbasínum. Hann setti hann
upp á borðið og sagði: Sonur, stökktu til pabba.
Drengurinn færðist undan. Nei, ég er hræddur.
Moody sagði: Stökktu, sonur, þú þarf ekki að vera hræddur.
Þú elskar pabba þinn. Þú treystir pabba þínum. Gerir þú það
ekki?
Eftir nokkra stund gekk drengurinn fram af borðinu, en
stökk ekki.
Moody greip hann, lyfti honum upp og lét hann á borðið og
sagði: Gerðu það aftur. Drengurinn sagði: ég er hræddur.
Moody hélt áfram að biðja hann: Gerðu þettaaftur. Er hann
hafði gert það nokkrum sinnum, þá setti Moody hann enn á
borðið og sagði: Stökktu. Áður en hann hafði sleppt orðinu,
stökk drengurinn.
Moody hélt nú, að leiknum væri lokið, sneri sér við og gekk
hægt til dyra og var að hugsa um eitthvað annað. Þá sagði
drengurinn: Pabbi, pabbi, ég er að stökkva. Drengurinn hafði
klifrað upp á stól og af honum upp á borðið. Moody þaut til
baka, svo að þegar drengurinn stökk, gat hann aftur gripið
hann.
En þökk sé Guði. Jesús snýr sér aldrei fráokkur. Hann vakir
ávallt yfir okkur. Það kemur alls ekki fyrir, að hann sé í öðru
herbergi, þegar vér þörfnumst hans! Það á sér alls ekki stað, að
vér tortímumst, af því að hann sé fjarlægur okkur.
(Þýtt úr Sverði Drottins. S.G.J.)