Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
að vera hjá öðrum. Hún varð brátt fyrir vonbrigðum. Hún
saknaði guðræknistundar föður síns og sálmasöngsins þá. Hér
heyrðist hvorki söngur né bæn, heldur eitthvað annað. Nokkrir
kunningjar hestakaupmannsins voru staddir þarna. Vörðu þeir
tímanum til að spila á spil. Maja varð að ganga um beina.
Afengi var látið á borðið. Sér til mestu skelfingar sá Maja, að
nokkrir gestanna urðu drukknir. Kona Stórgarðs var skilnings-
góð. Sá hún angist Maju og sagði henni, að hún mætti fara að
hátta. Ekki lét Maja segja sér þetta tvisvar. Þakklát bauð hún
frú Stórgarð góða nótt, gekk síðan tifherbergis síns. Satt var, að
glæsilegra miklu var herbergi þetta en herbergið hennar litla
heima, þar sem hún varð að hafa Helgu litlu systur sína hjá sér.
Samt sem áður saknaði hún hræðilega systkinanna og
foreldranna nú, er hún varð alveg alein. Hún skildi, að heima
hafði hún verið vanþakklát stúlka. Grátandi hneig hún niður
við rúmið og snöktandi hafði hún yfír kvöldbænina sína.
Heima hjá henni knékrupu þau lengi, faðir hennar og móðir,
er þau báðu fyrir stóru stúlkunni sinni. Sem áður segir höfðu
þau verið mjög í vafa um, hvort þau ættu að láta hana ráða sig
þarna. En þau höfðu það átilfinningunni, að þarna ætti stúlkan
þeirra að vera.
Langir og strangir voru dagarnir á heimili hestakaupmanns-
ins. Lengst af var hún hræðilega þreytt. Frú Stórgarð var
dugleg og járnhörð í kröfum um hreingerningar. Af því að hún
afkastaði miklu sjálf, gerði hún líka miklar kröfur til annarra.
Hérna fór Maja loks að skilja, hve dýrðlega daga hún hafði átt
heima. Strax var hún farin að telja dagana, þangað til hún gæti
snúið heim aftur til pabba og mömmu. Er hún taldi þá, komu
henni tár í augu. Hve hræðilega var langt þangað til, að hún
gæti losnað héðan. Verst af ölíu var samt, að hún gat næstum
því ekki þolað vinnuna. Sjúkdómurinn gamli lét á sér bæra
stundum. Er það bar við, varð aumingja stúlkan mjög
örvingluð. Þótt hún hefði mjög fúslega viljað fara heim, gat hún
þó ekki hugsað sér að hlaupast á brott úr vistinni á undan
tímanum.
í rúmlega hálfan annan mánuð gat Maja unnið verk sín. Þá
fann hún morgun einn, að nú gæti hún ekki meira. En hún
hafði numið það, meðan hún var þarna, að fara með alla