Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 47
NORÐURLJÓSIÐ
47
framúrskarandi afrekum mínum á svo mörgum sviðum.
Stoltur, það er að segja þangað til, að Hann sagði við mig með
sársauka: Hví sóttist þú eftir þessum heiðri? Það var hið eina,
sem hann sagði. Aldrei hafði það orðið mér svo ljóst áður, hve ég
hafði þráð það innilega, sem stórt var. En þá komu orð Drottins
til mín, mælt við Barúk skrifara: „Og þá girnist þú svo mikils
þér til handa, girnst það eigi.“ Einnig kom í huga minn
það, sem Rudyard Kipling sagði einu sinni við hóp
skólastúdenta í McGill háskólanum: A lífsleið ykkar skuluð þið
ekki sækjast svo mjög eftir frægð, ekki eftir peningum, ekki
eftir valdi. Því að einhvern tíma munuð þið mæta Manni, sem
gerir ekkert með allt þetta. Þá munuð þið komast að raun um,
hve fátækir þið eruð. Eg fann það á þessari stundu, að ég hafði
einmitt hitt þann Mann nú. Og ég varð að kannast við, hve
óumræðilega fátækur ég var.
Baðherbergið.
Við gengum nú inn í gegnum forstofuna og inn í baðherbergið.
Þá komu í ljós allar ilmvatnsflöskurnar, hylkin og krukkurnar,
- rafmagnsáhöldin og allt, sem þeim tilheyrir. Rafmagns-tann-
burstinn nýi hékk við hliðina á lyfjaskápnum. Rafmagns-tann-
bursti. - Eg hafði haldið, að ekkert væri athugavert við það. En
nú varð ég undrandi á sjálfum mér. Eg gat burstað tennurnar
eins vel eða betur með venjulegum tannbursta. Verðmismun-
inn hefði verið hægt að nota til þess, að einhver í Malaysiu fengi
að heyra fagnaðarerindið. Þetta datt mér ekki í hug áður en
Jesús kom til sögunnar. Eg varð blygðun sleginn við þessa
kennslu, er ég sá, hve ósæmilega ég hafði hagað mér. Eg óskaði,
að ég gæti varpað mér niður við fætur Jesú sem dauður væri,
eins og Jóhannes segir, að hann hafi gert. Þetta var angistar-
full reynslustund frá upphafí til enda.
Borðstofan.
Við fórum svo inn í borðstofuna, og til allrar hamingju var
ekkert þar, er sérstaklega gerði mig órólegan, - ekkert nema
silfurborðbúnaðurinn á borðstofuskápnum. Orólegur varð ég
af því, að ég hafði nýlega lesið í einni af bókum A. T. Pierson
þessa setningu: Fyrir það, sem í heimilum trúaðs fólks liggur í
gulli, silfurskálum og gagnslausu skrauti, mætti byggja flota