Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 145
NORÐURLJÓSIÐ
145
Viðtal við Þórð Jóhannesson
verkamann og trúboða
Þ. P. rceddi við hann
Eg er fæddur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi ábæ, sem heitir Neðri
Lág. Við vorum eitthvað 8 krakkarnir. En þegar ég var svona 6
ára minnir mig, ég man það nú ekki glöggt, þá missti mamma
heitin heilsuna. Það varð að skipta upp heimilinu. Við krakk-
amir fórum sitt í hverja áttina. Sum voru orðin svo stór, að þau
fóru að vinna eitthvað, og einn bróðir minn fór til sjós á skútu,
en ég fór og ólst upp annarstaðar. Þegar ég var orðinn 14-15
ára, þá fór ég til sjós. Eg hafði róið dálítið áður. á árabátum
þarna í Eyrarsveitinni. En svo fór ég á skútu, fyrst frá Flatey á
Breiðafírði. Svo þegar maður var nú kominn til sjós, þá gat
maður nú lært ýmislegt, bæði það sem ekki var gott, og líka
stundum það, sem var gagnlegt. Ég man eftir, að ég fékk sjó-
ferðabók. I þessar bækur var skrifað um hegðun þeirra, sem
voru á skipunum.
Ég man eftir því, að fyrst er ég fékk vitnisburð í sjóferðabók-
ina, þá var sagt, að ég hefði bæði verið duglegur og stundvís.
Svo hélt ég nú áfram að vera á skútum, og ég man ekki, hvort
það var annað eða þriðja árið, þá fékk ég líka vitnisburð. En það
var þá gefíð í skyn, að ég hefði verið heldur latur. Ég man nú
eftir því, þegar fólk fór að skoða bókina hjá mér, þá var nú ekki
öllum sama af þeim, sem voru mér skyldir, að þetta skyldi
standa þarna. Svo annaðhvort var það viljandieðaóviljandi, að
einn bróðir minn lét hellast svolítið blek ofan á þennan vitnis-
burð, svo að hann sást ekki meir.
Svo hefði ég líka getað lært margt gott, t.d. þegar ég var til
sjós fyrst, þá var lesinn húslestur á sunnudögum. Öll skips-
höfnin safnaðist saman þar, sem skipverjar flestir voru, nema
skipstjórinn og stýrimaðurinn. Þeir voru í herbergi aftur á
skipinu. Það hét káeta. Allur annar mannskapur á skipinu, var
frammi í skipinu í herbergi, sem kallaður var lúkar. Þetta var
seglskúta. Á þeim var ég mest fyrst. Og þangað í lúkarinn kom