Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
Vð komum einnig til staðar, þar sem voru mikil mannvirki
síðan á dögum Rómverja. Þar voru leifar af höllum með súlna-
göngum. Súlurnar voru feikna-háar, byggðar upp af mörgum
sívalningum úr steini. Hver um sig gat steinninn verið allt að
10 tonnum á þyngd. Hvernig þeir hafa komið steinunum upp,
veit enginn maður. Sú tækni er óþekkt nú. Sama er að segja um
píramídana o.fl.
Leifar voru þar líka af miklu Artemisar-musteri. Héldu þeir
heiðingjar hátíðir sínar með lastafullum hætti. Þjónuðu margar
konur þar. Mátti enn sjá þar baðkerin, sem þær böðuðu sig í,
þegar þær þjónuðu við musterið. Það var syndaþjónusta.
Kynvilltir karlmenn voru þar líka.
I Israel
Frá Amman í Jórdaníu fórum við til ísraels. Þar vorum við
fyrst í gistihúsi, sem heitir Gólan hótel. Það stendur við
Tíberías-vatnið. Ég held, að Gólanhæðirnar séu hinum megin
við vatnið norðarlega þó. Tíberías-héraðið er mjög fagur
staður. Þegar við komum þangað, fórum við á hraðbáti til bað-
staðar, sem er við vatnið. Hitinn var, held ég, um 30 stig. Það
var mjög þægilegt og svalandi að baða sig þar. Einnig var
gaman að því, að fiskarnir í vatninu voru að skvetta sér upp rétt
hjá okkur. Kannski hafa þeir orðið hræddir, aumingja fiskarn-
ir, við okkur, eða þá verið að ná sér í flugur.
Venjulega fórum við af stað árla dags til að skoða hina ýmsu
staði. Við fórum yfír Tíberíasvatnið snemma. Það eru margir
bátar við það vatn, fiskibátar og ferjur, sem flytja fólk, aðallega
ferðafólk, með einum slíkum báti fórum við yfir. Skipstjóri
ferjunnar dró upp fána ísraels og sænska fánann og spurði svo
eftir íslenskum fána, en hann var nú ekki til, því miður. En ég
hafði látið sauma íslenska fánann í skyrtuna og blússu, sem ég
var í. Einn farþegi tók þá mynd af mér. þannig varð ég nokkurs
konar merkisberi Islands. Framhald í ncesta hefti.