Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 121
NORÐURLJÓSIÐ
121
ur. Ég stal 10 dölum, veðjaði á smáhesta og tapaði. Ég get ekki
farið heim til föður míns. Hann mundi reka mig burt.
Sonur, það mundi hann alls ekki gjöra.
Þú þekkir ekki föður minn.
Sonur, ég þekki ekki föður þinn, en ég þekki feður. Hvert er
nafn hans og heimilisfang?
Pilturinn sagði honum það. Sam ritaði það á blað. Síðan
sagði hann: Bíddu hér, þangað til ég kem aftur. Hann fór út og
til símstöðvar og sendi föður piltsins svohljóðandi skeyti:
Sonur þinn er í trúboðsstöð minni hungraður, hryggur,
hugsjúkur, þráir heim. Vilt þú láta hann koma?
Sam kom aftur í trúboðsstöðina. Klukkan varð eitt! Hún
varð tvö! Fimm! Sjö! Nærri því átta. Sam var að ganga eftir
kirkjuganginum í áttina til ræðustólsins, til að hefja predikun
sína. Söngsstjórinn var að stjórna söngnum, þegar símasendill
kom þjótandi inn.
Herra Hadley símskeyti. Kvittið hérna.
Sam kvittaði fyrir það. Hann stóð þarna í kirkjuganginum
opnaði það, leit á það, gekk síðan þangað, sem pilturinn sat við
gluggann. Komdu hérna, sonur. Pilturinn fylgdi honum inn í
skrifstofu Sams. Sam strauk eldspýtu við stokkinn, kveikti
gasljósið og sagði: Lestu, drengur. Pilturinn opnaði skeytið og
las: „Komdu heim“ undirritað: „Pabbi“.
Þetta er boðskapur Guðs til ykkar. Þetta er málsvörn Guðs
gagnvart ykkur.
Sjálfur er ég á leiðinni heim. Hef verið það í 18 ár. Ég hlakka
til að koma heim! Koma heim!
Sagan: Hirðir Hsi
kemur ekki nú né síðar í Nlj. Páll heitinn Lúthersson bað mig
að þýða góða sögu og láta hana koma í Nlj. Mun hafa átt að
sérprenta hana. En hann er nú horfínn héðan.
Mér skilst að hún hafí lítið verið lesin. Læt ég liggja í þagnar-
gildi, hver ég held, að sé ástæða þess. En dýrmæt gæti sagan
reynst þeim, er stunda vilja dýrmætustu iðju mannlegrar sálar,
bænaþjónustu, fyrirbæn og bænir, með því þolgeði, sem aldrei
gefst upp, uns Guð hefur veitt sín dásamlegu bænasvör.
Ritstjórinn.