Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 37
norðurljósið
37
uður) heyrði Araba segja frá henni. Hann lagði stund á
arabísku í þrjú ár til þess að geta ferðast þangað, dulklæddur
sem Arabi. Hann gat þó ekki staðið við nema í fáeinar stundir,
því að leiðsögumenn hans neituðu að vera þar kyrrir. Þeir
trúðu því, að bölvun hvíldi yfir borginni. En hann varð hrifinn
af fegurð og leyndardómum þessarar alauðu borgar, þar sem
eru stórkostlegar byggingar, sem bókstaflega eru höggnar inn í
framhlið hamranna. - Burkhart setti Petru á landabréf.
Biblían ein er fær um að upplýsa leyndardóminn. I 1. bók
Móse 14. kafla er sagt frá fjórum konungum. Þeir komu að
austan og fóru herför gegn konungum, sem bjuggu í sunnan-
verðu Kanaanlandi. En þeir sigruðu fyrst þá, sem bjuggu á
Seír-fjalli. Voru þeir kallaðir Hórítar - hamrabúar.
Þá segir frá því í Nehemía bók, að Sanballat, sem var
andstæðingur hans og Israels, var alltaf í kringum hann eins og
suðandi býfluga (randafluga hér. Þýð.) Hann var Hóríti. Hann
hataði Gyðinga.
Bræðrunum tveimur, Jakobi og Esaú, voru þau örlög búin,
að þeir skyldu móta sögu mannkynsins. Saga þeirra er samofín
sögu Seír-fjalls, Petru. Kvöld nokkurt kom Esaú heim,
þreyttur og hnugginn. Hann girntist að fá baunaréttinn, sem
Jakob hafði tilreitt handa sjálfum sér. Esaú varð að velja á milli
sáttmálans mikla, er Guð hafði gert við afa hans, Abraham, og
baunaréttarins, er Jakob hafði búið til handa sjálfum sér.
Hann rökræddi eitthvað á þessa leið: Hvað gagnar frumburðar-
rétturinn mér? A ég að fara á mis við kvöldmatinn minn, til
þess að heimurinn hljóti blessun af mér? Hann ákvað að láta
blessun heimsins fara sína leið, en fá sjálfur heitan kvöldmat.
Jakob ákvað heldur hins vegar, að heimurinn skyldi hljóta
blessun af honum, þótt það kostaði kvöldverð hans og nærri því
h'fíð sjálft. Honum tókst að ná í blessunina. Hann yfirgaf
auðæfi föður síns öll og hélt á brott með stafínn sinn einan.
(1. Mós. 28.3.,4.).
Esaú lifði í blómlegum ljóma.
Er Jakob sneri aftur heim frá Mesópótamíu eftir 20 ár, kom
Esaú með 400 manns til að mæta honum. Er þeir höfðu
heilsast, sneri Easú aftur til heimkynna sinna í Seír, og Jakob
kom að lokum til föður síns, ísaks, er enn var á lífi (1. Mós.