Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
hafði enga miskunn sýnt, dæmdi Davíð hann dauðasekan.
Svo hræðilegt sem þetta hugarfarsástand virðist, er það því
miður allt of algengt .... Hver er sá maður, sem hefur ekki
haldið áfram mánuðum eða jafnvel árum saman í synd án þess
að auðmýkja sig og niðurlægja með sannri iðrun? Hver er sá,
sem ekki hefur sýnt einkennilegt tilfinningaleysi gagnvart því,
sem hann er sekur um? Auðvelt er oss að greina galla annarra
og dæma þá hart. En gagnvart vorum eigin göllum erum vér
blindir mjög og tilfinningalausir.
Þegar vér því sjáum, hve samviska mannsins getur harðnað,
þá skulum vér spyrja:
2. Hvernig er unnt að vekja hana, svo að hún gegni skyldu
sinni?
Mikið má læra af því, hvernig Natan breytti við þetta
tækifæri.
I fyrsta lagi verður að svipta menn sjálfselskunni, sem blind-
ar þá. Það var ágæt ráðkænska, sem Natan beitti, er hann sagði
dæmisöguna. Davíð gat ekki séð, að hún kæmi honum við.
Dómur hans var því hlutlaus........Drottinn vor beitti sömu
aðferðinni við fræðimennina og Faríseana. - Satt er það, að
mannshugurinn getur verið opinn gagnvart sannfæring um
synd, og þá er minni þörf á slíkum ráðstöfunum.
3. Vér verðum eigi að síður að sýna trúmennsku og koma
fyrr eða síðar að þessu: „Þú ert maðurinn“. Vér verðum að
skoða sjálfa oss sem sendiboða Guðs hins hæsta, er sagði: „Sá,
sem hefur mitt orð, flytji hann mitt orð í sannleika“, eins og
ritað er hjá Jeremía spámanni.
3. Hvað eigum vér að læra af þessari frásögn?
1. Að óttast um okkur sjálf. Hrasaði Davíð? Hver er þá
óhultur? ... Starfí Guð ekki í oss, verðum vér eins tilfmninga-
laus og kletturinn. Enginn má ímynda sér, að hann sé óhultur
fyrir freistingum.
2. Vér eigum að fagna í Guði.
Hvílíka miskunn auðsýndi Guð við þetta tækifæri,... Hann
sendi spámann til að vekja samvisku hans (Davíðs). Það er oss
til sorgar, að sumir hafa gert lítið úr syndinni vegna þessa og
halda, að Guð muni aldrei framkvæma þá refsidóma, sem hann
hefur hótað. En vér höfum ástæðu til að þakka fyrir það, að