Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 42
42
NORÐURLJÓSIÐ
Með öðrum orðum: ísraelsþjóðin treystir þeim loforðum,
sem þjóðir heimsins gefa henni. Hún treystir á þetta falska
öryggi. Þjóðin segir í hjarta sínu. Ég þarfnast ekki Guðs. Minn
eiginn styrkur og athafnir hafa gefíð mér allt þetta land og
fjársjóðu. Ég treysti á bandamenn mína, að þeir verji mig. Ég
vil búa örugg. Þannig mun Israel, bamalegurogauðtrúa,grípa
hvert hálmstrá, sem gefur von um lausn. Þjóðin vill ekki snúa
sér til Guðs, að hann með hætti kraftaverka bjargi henni. Hún
heldur áfram að treysta á armlegg manna. Aftur og aftur hafa
orð stjórnmálamanna táldregið hana, orð, sem hún hefur treyst
á, rétt eins og hún að lokum mun trúa orðum Andkristsins.
Bjarnarhrammarnir teygja sig.
Er síðari heimsstyrjöldinni lauk, fóru strax hin illu öfl að
sameinast. Verður þar að taka rauða Rússland með, þegar
dæmið er reiknað, risalíkneskið, er klofvega stendur yfír tvær
heimsálfur með skaðleg áhrif sín. það megnar að ögra sérhverju
ríkja-sambandi, sem ætti að veita því viðnám. Samtgetur veldi
Rússa leikið mikilvægt hlutverk, þegar atburðir endalokanna
gerast. Allar þjóðir munu safnast saman gegn Jerúsalem. Flýja
mun þá mikill fjöldi Gyðinga. Mun það verða með ennþá meiri
skelfingu en þeir flýðu undan herfylkjum Títusar forðum. Eða
eins og þeir flúðu vélbyssu-skothríð og gasklefa Nazista.
Það lítur þannig út, að þeir muni flýja í austurátt, yfír
Allenby-brúna inn í Jórdaníu, faraeftireyðimerkur-slóðunum
inn í borgina Petru til að leita sér hælis þar. Hér verður það,
sem Drottinn Jesús birtist til að berjast. Og ef til vill verður það
þá, sem leifar Israels munu frelsast á þessum stað, sem þeim
hefur verið fyrirbúinn. Héðan mun hann, hinn máttugi
ferðamaður, halda leiðar sinnar eftir gljúfrinu, áleiðis til
Olíufjallsins og koma þaðan í dýrð sinni til Jerúsalem úr
austurátt. (Esek. 43.2.). Þá mun hann setjast í hásæti Davíðs!
Hve þetta verður dýrlegt undrunarefni heiminum okkar, sem
er svo táldreginn og afvegaleiddur af eigin eðilisspillingu og
draumórum.
Undirbúningur Harmagedóns.
Maður hét W.E. Blackstone. Hann var kunnur sem heilagur
maður og biblíukennari. Hann reit bók, er nefndist: Jesus is