Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 119
norðurljósið
119
Sonur, komdu heim
Samúel Hadley segir frá:
Frá Samúel Hadley segir í bókinni: Niðri í Vatnsstræti, sem
gefin hefur verið út á íslensku. (Ritstj. Nlj.)
Komið var kvöld. Klukkan var um 11. Hann stóð úti fyrir
dyrunum heima hjá sér þegar unglingspiltur kom til hans.
Herra minn, áttu hér heima?
Já, sonur. Nafn mitter Hadley. Ég er forstjóri þessatrúboðs.
Hvað vantar þig?
Herra, mundir þú vilja láta mig fá nál og svartan tvinna-
spotta?
Hvers vegna, sonur?
Eg reif buxurnar mínar á bekk í skemmtigarðinum. Þær lafa
niður. Viltu gjöra svo vel, og láta mig fá nál og svartan tvinna-
spotta.
Sam sagði: Sonur, ég skal gjöra eitthvað betra en það. Sérðu
þennan stiga? Farðu upp á loft, og konan mín mun gera við
þetta fyrir þig.
Nei, herra, ég vil ekki baka henni óþægindi.
Sonur, hugsaðu ekki um það. Farðu upp stigann. Hún gerir
við þetta fyrir þig.
Eftir um það bil 15 mínútur kom pilturinn ofan aftur og
sagði: Herra Hadley, þú átt áreiðanlega góða konu. Hún gerði
svo vel við þetta, að ég veit ekki, hvar rifan var.
Samúel horfði á piltinn og sagði: Sonur, hvað er langt, síðan
þú komst úr fangelsinu?
Fangelsinu? Hvernig vissir þú, að ég hef verið í fangelsi?
Það er fangelsislyktin af þér, sonur.
Guð veit, að ég gerði ekkert af mér. Þeir lokuðu mig inni fyrir
ekki neitt.
Jteja, sonur, ég sagði ekki, að þú hefðir brotið nokkuð af þér.
Af hverju lokuðu þeir þig inni? (Núna var miðvikudagur).
I fyrrinótt svaf ég á bekk í skemmtigarði. Lögreglumaður
kom til mín, vakti mig og spurði, hvaðan ég væri. Ég sagði
honum það. Þá spurði hann, hvort ég hefði vinnu. Nei. Átti ég