Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 114
114
NORÐURLJÓSIÐ
unga skipstjóra, sem bæði var mjög hógvær og líka gæddur
miklum skapstyrk. Síðdegi nokkurt, er hann sat í dagstofunni
hjá heimilisfólkinu, sagði faðir Sveins Eiríks: það er hættusamt
starf, sem þér hafíð valið yður, Jensen skipstjóri.
Skipstjórinn svaraði brosandi: I sálmi nokkrum stendur
þetta: „í hættu geng ég hvert ég fer“. Þannig er þetta líka með
okkur mennina. Við erum í hættu, hvort sem við ferðumst á
landi eða sjó. - En í sama sálmi stendur líka: „Eg fer með Jesú
hvert ég fer.“ Hið mikilvægasta fyrir okkur er: að við göngum
með Jfesú. Eg nýt þeirrar miklu hamingju, að Jesús er frelsari
minn. Þess vegna get ég alltaf fengið huggun hjá honum, er
alvarleg hætta ógnar.
Þér hafíð rétt fyrir yður. Það er okkur mikilvægast, að Jesús sé
hjá okkur, svaraði faðir Sveins Eiríks. Síðan hélt hann áfram:
Drenginn okkar langar mjög mikið til þess að vera á sjónum.
Álítið þér, að við ættum að leyfa honum það?
Það er ekki mitt að ráða í slíku máli. En ég álít, að það sé best
að hver maður sé á þeim stað, sem hann langar til að vera og
hefur hæfíleika til.
Þar sem Jensen skipstjóri var í miklu áliti hjá útgerðarmanni
sínum, og þar sem hann átti enga sök á því, að skipið fórst, af
því að stýrið varð ónýtt, fékk hann nýtt og stærra skip.
Nokkrum mánuðum eftir, að skipstjórinn var farinn frá heimili
Sveins Eiríks, lagði Sveinn Eiríkur sjálfur af stað að heiman.
Hann átti að verða skipsdrengur á nýja skipinu, sem Jensen
skipstjóri fékk. Foreldrar hans gáfu honum leyfí til þess. Þótt
þau sjálf hefðu óskað, að hann hefði fengið annað starf voru þau
ekkert hrædd við að láta hann sigla með guðrækna skipstjóran-
um. Það fólk, sem elskar frelsarann af öllu hjarta, á mest
sameiginlegt.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni
mér stefnu frelsarinn góður gaf
ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrlegum, ljósum löndum,
þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum,
við sumaryl og sólardýrð. (V-S.)