Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 126
126
NORÐURLJOSIÐ
síðan trú sína á hann. Hún fór á brott með frið og gleði, sem
heimurinn getur ekki veitt.
(Þýtt úr Sverði Drottins. S.G.J.)
Drengurinn úr fátækrahverflnu
Izuchi átti heima í fátækrahverfí. Það var í japanskri borg. Oft
hafði hann séð föður sinn drukkinn. Frá því að hann var
smábarn mundi hann, að faðir hans hafði barið hann. Faðir
hans hafði valdið leiðindum á heimilinu, sem var að hruni
komið. Er drengurinn stækkaði, veitti hann því eftirtekt meir
og meir, að faðir hans var á valdi ofdrykkju.
Kaupið hans fór fyrir brennivín. Móðir drengsins varð sjúk.
Heimilislífíð varð ekki léttara við það.
Izuchi kveið fyrir því, er faðir hans og bróðir komu heim. Þá
vildi hann ekki vera inni. Þó kom fyrir, að hann var heima, er
þeir komu.
Kvöld nokkurt sat hann úti fyrir dyrum þessa hreysis, er
nefnast skyldi heimili hans. Kvöldið var bjart og hlýtt. Allt
hefði verið gott, hefði hann ekki þurft að óttast föður sinn og
bróður. Voru þeir senn væntanlegir heim. En nú ætlaði hann að
vera farinn, er þeir kæmu. En hvert átti hann að fara? Ekki var
gott að reika um göturnar. Kannski gæti hann farið í einhvern
skemmtigarð og séð þar eitthvað, sem vakið gæti áhuga hans.
Hann ætlaði að fara í rannsóknar-leiðangur og koma ekki heim
fyrr en faðir hans og bróðir væru sofnaðir.
Izuchi varð þrettán ára þetta kvöld, er hann lagði af stað í
leiðangur þennan. Margt fólk var á gangi um göturnar.
Spyrjandi augum leit fólkið á illa búna piltinn. Lögregluþjón-
ar litu hann rannsóknaraugum. Izuchi skildi, að hann átti að
fara burt af stóru götunum.
Hann kom að skemmtigarði og sá þar stórt tjald. Var þetta
fjölleikahús? Það hlaut þá að vera lítið um að vera þar.
Fjölleikahúsin voru ekki vön að nota svona lítil tjöld. En hann
vildi vita, hvers konar tjald þetta var.