Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 99
norðurljósið
99
hans. Keisarinn læddist að honum og leit yfir öxl hans. Sér til
undrunar sá hann, að á borðinu fyrir framan hann lá hlaðin
skammbyssa. Hjá henni lá pappírsörk, og þar var á löng skrá
yfír skuldir hans, er hann hafði safnað með fjárhættu-spilum.
Keisarinn leit á upphæðina og ætlaði að ganga á brott, er
hann tók eftir, að eitthvað var skrifað undir skuldadálkinn.
Keisarinn gekk nær og sá orðin: Hver getnr greitt svo mikið?
Sem í leiftursýn skildi hann kringumstæðurnar. Foringinn
ungi hafí eytt öllu, sem hann átti, í fjárhættuspilum. Hann var
orðinn stórskuldugur. Greiðslukröfunum gat hann ekki mætt.
Þess vegna hafði hann ákveðið að skjóta sig, enda þannig lífíð.
En er hann hafði ritað orðin: Hver getur greitt svo mikið,
hafði hann sofnað. Bráðum mundi hann vakna, og þá------
Keisaranum datt fyrst í hug að segja frá honum. Þá minntist
hann þess, að hann var vinur föður unga mannsins. Breytti
hann þar með ákvörðun sinni.
Hann tók upp pennann, sem fallið hafði úr hendi unga
mannsins, og dýfði honum í blek. Snöggvast leit hann á
spurninguna: Hver getur greitt svo mikið?
Hann beygði sig þá yfír unga manninn og ritaði undir hana
eitt orð: Alexander.
Hljóðlega sneri hann brott.
Bráðlega vaknaði foringinn ungi, opnaði augun og greip
skammbyssuna, lyfti henni hægt upp að enninu. En rétt áður
en hann snart gikkinn, leit hann í síðasta skipti á skrána yfír
skuldirnar. Hver getur greitt svo mikið?
Skyndilega sá hann annað orð á blaðinu. Hann las það -
Alexander.
Næsta morgun kom sendiboði með peningapoka frá
keisaranum. Foringin greiddi skuldirnar og lífí hans var
borgið.
Vinur minn, þú hefur líka safnað skuldum: Ekki getur þú
v®nst þess, að þú borgir þær. Syndir þínar eru þessar skuldir.
Eegar þér verður það ljóst, munt þú einnig hrópa: „Hver getur
Sreitt svo mikið“? Þá mun Guð svara: ,Jesús“.
Já, Jesús greiddi reikninginn. Hann varð gjaldið fyrir
syndaskuld þína. Hlustaðu á: „Það var Guð, sem í Kristi sætti