Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 13
NORÐURLJÓSIÐ
13
leysingja hæli, hefur engin máltíð komið meira en hálftíma of
seint. Og það verður ekki í kvöld.
Jim andvarpaði. Honum leið vel. Það var dásamlegt að vita,
að einnig hann gæti átt himneskan föður, sem annaðist um
hann!
Sönn saga, sögð af Dóróþeu Huskin.
(Þýdd úr Sverði Drottins. S.G.J. sneri á íslensku).
Guð svarar bæn, ó, bið þú hann,
hver betra starf í heimi fann?
Og barnið Guðs má biðja um allt,
því bið, ef þér fínnst lánið valt.
Kór:
Guð svarar bæn, ó, bið og bið,
því bænin gefur hjartafrið.
í Jesú nafni biðja ber,
það bænasvarsins trygging er.
Ef vonir bregðast, vinur deyr,
ef visku skortir, bið því meir.
Ef vantar klæði, björg á borð,
þá bið og treyst á drottins orð.
Ef stormur geisar, stríð og fár,
á stundum harms, er blæða sár,
þá kom til Drottins, bið og bið,
hann bænum þínum tekur við.
Guð svarar bæn, sú blessun mest
fær bölið létt, og andann hresst,
hún eykur vonir, eflir dug,
hún endurnærir sál og hug.
S.G.J.