Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
heimskir, er þeir tala um þá hluti, sem þeir þekkja ekki, og
afneita þeim hlutum, sem þeir hafa ekki rannsakað!
- „I upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ - Enginn hefur
reynt að véfengja þetta án þess að gjöra sig að heimskingja.
„Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar.“ (Rómverja-
bréfið 1.22.) (Norðurljósið 1. árg. bls. 93).
„Æska og morgunroði lífsins er hverful. Og mundu eftir
Skapara þínum á unglings árum þínum, áður en vondu dagarn-
ir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: Mér líka þau ekki.“
Vingjarnlegt orð gleður
Frú Wanda Fittler segir frá
Ég tók varla eftir því, að hann var að koma. Ég var að leita að
peningi til að setja í stöðumælinn. Gamli maðurinn, sem var
með stafinn sinn í hendinni, var mér eins og hver annar maður,
sem gengur framhjá. Dóttir mín 11 ára, sem þar var með bækur
úr bókasafninu, skellti aftur bílhurðinni og náði mér rétt um
leið og maðurinn kom til okkar.
Halló, hvernig líður þér í dag? spurði hún og horfði beint á
hrukkótt andlit hans.
O, ágætlega, sagði hann örlítið hikandi. Bros þrýsti sér fram
á varir hans við þennan óvænta vingjarnleik.
Ég lokaði veskinu mínu, stakk því undir handlegginn og lét á
mig glófana. Við héldum af stað, og ég leit um öxl á þennan
ókunna mann. Hann hafði numið staðar, stóð, og hallaði sér
fram á stafínn sinn og sneri sér til hálfs í áttina til okkar. Ég
knúði fram hálfgert bros. Síðan sagði ég við dóttur mína:
Þekkir þú hann? Nei.
Þegjandi héldum við áfram. Ég fann, að ég varð að hraða
mér, til að geta orðið henni samferða, hún var svo léttstíg. Ég
velti því fyrir mér, hvers vegna hún hafði ávarpað þennan
ókunna mann.
Það var sem hún læsi hugsanir mínar. Hún leit á mig.
Það er skemmtilegt að heilsa gömlu fólki, mamma. Verið
getur, að hann sé einmana. Hvernig mundi þér líða?
Hann hafði snúið sér til hálfs í áttina til okkar. Frakkinn hans