Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 8
8
NORÐURLJÓSIÐ
Hann fann, að lýsing húsbóndans var alveg sönn. Stúlkan
var bæði óþrifaleg og fáfróð. Hún virtist ekki hafa nokkra
hugmynd um andlega hluti og kærði sig ekki um að heyra slíkt.
Gamli maðurinn þráði heitt að leiða þessa umkomulitlu sál
til frelsarans og sagði við hana síðast:
Eg fer héðan snemma í fyrramálið, og mig langar til að kenna
þér litla bæn, sem þú átt að biðja. Ef þú vilt lofa mér því: að hafa
bænina yfír kvöld og morgna, þá skal ég, þegar ég kem aftur,
koma með fallegan silkiklút handa þér.
Stúlkan lofaði fúslega að gera þetta, og guðsþjónninn sagði:
Þú munt aldrei óska eftir því að frelsast fyrr en þú veist í hvaða
hættu þú ert, fyrr en þú sérð, hve syndugt hjarta þitt er. Eg bið
þig því að biðja þessarar bænar á hverjum degi: „Ó, Drottinn,
sýn þú mér sjálfa mig.“
Hann fór um sömu sveit nokkrum mánuðum síðar, og hann
kom í gistihúsið.
Hvemig líður litlu eldhússtúlkunni? spurði hann húsbónd-
ann, þegar þeir höfðu heilsast og talað um „daginn og veginn“.
Henni líður alls ekki vel, og við vitum ekki, hvað gengur að
henni.
Má ég fínna hana?
Sjálfsagt, svaraði húsbóndinn, og hann leiddi gamla
manninn í klefa einn. Þar lá stúlkan í fátæklegu rúmi. Hún var
orðin föl og mögur. Er guðsmaðurinn ávarpaði hana, fór hún
að gráta.
Ó, herra minn, sagði hún, ég hef beðið Guð að sýna mér,
hvernig ég er, og nú sé ég næstum eftir því. Mér líður svo illa, af
því að ég held, að ég sé versti syndarinn, sem nokkurn tíma
hefur verið til. Og hvert fer ég, þegar ég dey? Ég fmn, ég veit,
að ég mun glatast.
Með miklum kærleika reyndi hann að sýna henni, að enda
þótt hún verðskuldaði glötun vegna synda sinna, hafði Jesús
Kristur, sonur Guðs, dáið í hennar stað. Ef hún vildi leita Jesú,
mundi hann fyrirgefa henni allar syndir hennar, blessa hana og
frelsa. En stúlkan virtist ekki geta skilið boðskapinn.
Ég held, að það sé ómögulegt, að hann elski mig, mig! sagði
hún með tárin í augunum.
Presturinn varð að fara frá henni, en hann sagðist vilja kenna