Norðurljósið - 01.01.1982, Side 8

Norðurljósið - 01.01.1982, Side 8
8 NORÐURLJÓSIÐ Hann fann, að lýsing húsbóndans var alveg sönn. Stúlkan var bæði óþrifaleg og fáfróð. Hún virtist ekki hafa nokkra hugmynd um andlega hluti og kærði sig ekki um að heyra slíkt. Gamli maðurinn þráði heitt að leiða þessa umkomulitlu sál til frelsarans og sagði við hana síðast: Eg fer héðan snemma í fyrramálið, og mig langar til að kenna þér litla bæn, sem þú átt að biðja. Ef þú vilt lofa mér því: að hafa bænina yfír kvöld og morgna, þá skal ég, þegar ég kem aftur, koma með fallegan silkiklút handa þér. Stúlkan lofaði fúslega að gera þetta, og guðsþjónninn sagði: Þú munt aldrei óska eftir því að frelsast fyrr en þú veist í hvaða hættu þú ert, fyrr en þú sérð, hve syndugt hjarta þitt er. Eg bið þig því að biðja þessarar bænar á hverjum degi: „Ó, Drottinn, sýn þú mér sjálfa mig.“ Hann fór um sömu sveit nokkrum mánuðum síðar, og hann kom í gistihúsið. Hvemig líður litlu eldhússtúlkunni? spurði hann húsbónd- ann, þegar þeir höfðu heilsast og talað um „daginn og veginn“. Henni líður alls ekki vel, og við vitum ekki, hvað gengur að henni. Má ég fínna hana? Sjálfsagt, svaraði húsbóndinn, og hann leiddi gamla manninn í klefa einn. Þar lá stúlkan í fátæklegu rúmi. Hún var orðin föl og mögur. Er guðsmaðurinn ávarpaði hana, fór hún að gráta. Ó, herra minn, sagði hún, ég hef beðið Guð að sýna mér, hvernig ég er, og nú sé ég næstum eftir því. Mér líður svo illa, af því að ég held, að ég sé versti syndarinn, sem nokkurn tíma hefur verið til. Og hvert fer ég, þegar ég dey? Ég fmn, ég veit, að ég mun glatast. Með miklum kærleika reyndi hann að sýna henni, að enda þótt hún verðskuldaði glötun vegna synda sinna, hafði Jesús Kristur, sonur Guðs, dáið í hennar stað. Ef hún vildi leita Jesú, mundi hann fyrirgefa henni allar syndir hennar, blessa hana og frelsa. En stúlkan virtist ekki geta skilið boðskapinn. Ég held, að það sé ómögulegt, að hann elski mig, mig! sagði hún með tárin í augunum. Presturinn varð að fara frá henni, en hann sagðist vilja kenna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.