Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 54
54
NORÐURLJÓSIÐ
og var eins og dóttir hans. Þá kom gestur til ríka mannsins, og
hann tímdi ekki að taka neitt af sauðum sínum eða nautum, til
þess að matreiða fyrir ferðamanninn, sem til hans var kominn,
heldur tók gimbrarlamb fátæka mannsins og matbjó það fyrir
manninn, sem kominn var til hans. Þá reiddist Davíð
manninum ákaflega og sagði við Natan: Svo sannarlega, sem
Jahve lifir: Sá maður, sem slíkt hefur aðhafst, er dauðasekur; og
lambið skal hann borga ferfalt, (réttara en sjöfaldlega eins og
stendur í ísl. biblíunni. S.G.J.) fyrst hann gjörði slíkt og hafði
enga meðaumkun. En Natan sagði við Davíð: Þú ert maðurinn!
Er Guð útbýtir gjöfum sínum, fylgir hann ekki neinum þeim
lögum, sem setja hegðun mannanna reglur. Hann er einvaldur,
sem má fara með það, er hann hefur skapað, eins og honum
sjálfum sýnist án þess að „ljúka nokkrum okkar reikning“ fyrir
gerðir sínar. Samkvæmt þessu sjáum við, að stundum hefur
hann beitt meiri hörku heldur en við, með takmörkuðum
skilningi okkar, gátum búist við. I önnur skipti hefur hann sýnt
miskunn, þegar við hefðum ekki búist við öðru en þyngstu
dómum. Við höfum séð hann svipta Sál konungdómi, af því að
hann hlýddi honum ekki. En hér sjáum við hann senda
spámann til Davíðs til að leiða hann til iðrunar, er hann hafði
drýgt slíka glæpi, að ekki er unnt að hugsa um þá nema með
skelfingu og undrun. En „vegir hans eru ekki vorir vegir, og
hugsanir hans ekki vorar hugsanir“.
Hegðun Davíðs, eins og henni er lýst í frásögninni, og sú
aðferð, sem Natan notaði til að auðmýkja hann, leiðir oss til að
sýna fram á eftirfarandi:
1. Hve samviska mannsins getur orðið hræðilega hörð. Vér
lesum um menn, sem „brennimerktir eru á samvisku sinni“.
(1. Tím. 4.2.). I þetta ástand var Davíð kominn. Gera hefði
mátt ráð fyrir því, að samviska Davíðs hefði aldrei gefið honum
nokkurn frið. En hann virðist hafa hugsað um þaðeitt, hvernig
hann gæti falið glæp sinn. Er hann gat það ekki, af því að Uría
vildi ekki fara heim til sín, réð Davíð hann af dögum með hjálp
Jóabs hershöfðingja síns.
En hann var nógu fljótur til að sjá glæpi annarra og afarharð-
ur gagnvart manninum, sem tók uppáhaldslamb náunga síns í
staðinn fyrir eitthvað af sínum miklu eignum. Af því að hann