Norðurljósið - 01.01.1982, Page 12

Norðurljósið - 01.01.1982, Page 12
12 NORÐURLJÓSIÐ Hann var nr. 92. Ef maturinn yrði ekki nægur, mundi hann verða sá, sem fengi ekki neitt! Jim hristi höfuðið. Allt þetta var honum nýtt. Hið eina, sem hann nokkru sinni hafði heyrt, var þetta: Þú verður að vinna. Þá færðu peninga og getur keypt mat. Nógu var það slæmt, að hann hafði misst móður sína, þótt ekki hefði verið farið með hann í svona stað, þar sem það var eina leiðin til að fá mat, að beðið væri um hann. Háværri bjöllu var hringt. Davey sagði: Komdu, þetta er kvöldverðurinn. Agætt, hugsaði Jim. Nú mundi hann fá að sjá, hvort matur- inn væri nægur. Skömmu síðar sat Jim við annan endann á löngu borði og horfði eftir því endilöngu. Það var skeið, diskur og kanna hjá hverjum dreng, en enginn matur! Hann fékk kökk í hálsinn og renndi honum niður. Við hinn endann á borðinu stóð Georg Muller. Hann brosti vingjarnlega og sagði: Drengir, eins og þið vitið eigum við Föður, sem er Faðir föðurlausra. Sumir af ykkur eru búnir að vera hjá mér í þó nokkur ár. Hafið þið nokkurn tíma háttað svangir? Nei, svöruðu drengirnir. Og við vitum, að Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og um aldur. Eins og hann hefur séð um allt á liðnum árum, mun hann gera það í dag. Eins og stendur er kvöldmaturinn ekki kominn. En ég álít, að við gætum haft yfir borðbæn, þakkað Föður okkar, því að við vitum, að hann mun sjá um okkur. Drengirnir hneigðu höfuðin, og George Muller bað. Þá hljómaði löng, hvell hringing í dyrabjöllunni. Jim leit upp. Georg Muller sagði: Bíðið, drengir, þetta er svarið, sem við fáum. Hann fór fram í forstofuna. Heldur þú, að þetta sé svarið? hvíslaði Jim. Areiðanlega, sagði Davey með því að kinka kolli. Jim beit saman tönnunum, meðan hann beið. Eftir fáeinar mínútur kom George Muller aftur inn í salinn. Brosandi sagði hann: Þetta var maður með dálítið af peningum handa okkur. Það verður svolítil bið, meðan náð verður í matinn, en hann verður bráðum kominn á borðið. Drengir, treystið Guði alltaf. Þau ár, sem ég hef rekið þetta munaðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.