Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 174
174
hinni til mín, og skyldi svo fara, að einhver af um-
sækjendum ekki léti sér þetta nægja, heldur héldi
fast við hina fyrri óreglu að senda þær hingað beina
leið með kaupmönnunum, svo engar upplýsingar eru
fyrir hendi viðvíkjandi þeim, þá mega þeir sér sjálf-
um um kenna ef þær annaðhvort eru látnar liggja
hér óafgreiddar eða sendar heim aftur.
Inntakið í reglugjörð Beyers var svipað þessu.1
Eins og báðar reglugjórðirnar bera með sér, áttu
þeir að skifta með sér völdunum, og á alþingi 1708
gerðu þeir svofelldan samning með sér, að Oddur
skyldi gegna bæði stiftamtmanns og amtmanns störf-
um norðan og vestan á Islandi, en Beyer sunnan
og austan, og skyldi það er annar þeirra gjörði í
sínu umdæmi vera jafngilt og þeir báðir hefðu það
gjört.2 Voru þeir almennt kallaðir »hinir fullmekt-
ugu.«
Beyer var þannig skapi tarinn að hann var
hversdagslega gæfur í lund og vildi sem minnst gefa
sig við óeyrðum og illdeilum. Öðru máli var að
gegna um Odd. Hann var maður stórgeðja og vildi
helst blanda sér í alla skapaða hluti. Það leið held-
ur eigi á löngu áður mönnum var það ljóst, að það
var i raun og veru Oddur, sem réði einn öllu. Beyer
lét að orðum hans í hvívetna og elti hann fyrst
framan af eins og fylgispakur rakki.
26 ára gamall var Oddur þannig hafinn til
hinna æðstu metorða á íslandi. Hvílíkt vald hann
hafði, má greinilega sjá af ofanskráðu inntaki úr
reglugjörð hans, og að hann ekki mundi spara að
beita því til hins ítrasta, gátu allir sagt sér sjálfir,
1) Lögþingisbók 1708, XV.
2) Lögþingisbók 1708, XVI.