Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 2
2
rorvaldur Thoroddsen
hann lagði óbygðir íslands undir vísindin. Hann
var líka óvenjulega fjölhæfur maður, greindur og víðles-
inn. Hann var svo vel að sjer í sagnfræði og íslenskum
fræðum, að eftir hann liggja tvö af hinum bestu og
mestu söguritum, sem til eru á íslensku. Hann mun því
einnig verða talinn einn af hinum bestu og nýtustu sagna-
riturum, sem ísland hefur alið fram til þessa dags.
Þorvaldur Thoroddsen var fæddur 6. júní 1855 í
Flatey á Breiðafirði. Hann var af merku fólki kominn.
Faðir hans, Jón sýslumaður Pórðarson Thoroddsen1)
(1819—1868), hafði um vorið 1854 fengið veitingu fyrir
Barðastrandarsýslu, og giftst þá um sumarið Kristínu
Ólínu Porvaldsdóttur (1833 —1879), dóttur Porvalds
Sigurðssonar (Sivertsen), umboðsmanns og alþingismanns
í Hrappsey, og var Porvaldur elsta barn þeirra hjóna og
heitinn eftir móðurföður sínum. Sama sumarið sem Por-
valdur fæddist, byrjuðu foreldrar hans búskap í Haga á
Barðaströnd og fluttist hann þá fárra vikna gamall með
þeim þangað. Par var hann sjö fyrstu árin, þangað til
að faðir hans fekk Borgarfjarðarsýslu og flutti búferlum
suður í Borgarfjörð 1862; voru foreldrar hans fyrsta vet-
urinn á Hvítárvöllum, en vorið eftir (1863) gjörðu þaú
bú að Leirá í Leirársveit. Par lærði Porvaldur reikning
og nokkuð i dönsku hjá föður sínum, og barnalærdóm-
inn, en að lesa og eitthvað að skrifa mun hann hafa lært
þegar í Haga. Honum þótti snemma gaman að lesa, og
var »Ný sumargjöf« (Kmhöfn 1859—1862 og 1865) ein-
hver hin mesta uppáhaldsbók hans á Leirá. Við nám
fengust börnin á vetrin, einkum í skammdeginu. En
mest þótti Porvaldi gaman á sumrin að vera út um holt
og móa og ganga fram með lækjum og safna blómum
og steinum, og athuga fugla og silunga og öll þau smá-
') Um hann og ætt hans sjá Ársrit Fræðafjelagsins 4. ár, bls. 158—165.