Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 136
Valdimar Erlendsson
136
um eins og hún nú er framkvæmd af Sovjetstjórninni.
Fyrrum flaut blóð að vísu í straumum á Rússlandi, en
nú rís hver blóðbylgjan upp eftir aðra, og menn, konur,
gamalmenni og börn eru drepin án dóms og laga þús-
undum saman. Vjer vonum stöðugt að hinir andlegu
kraftar verði að lokum sterkari en hnefarjetturinn, en þar
eð Norðurálfubúar vita svo litla grein á þeim grimdar-
verkum, sem háð eru á Rússlandi, biðjum vjer yður, sem
eigið svo mikið andlegt vald og hafið svo mikil áhrif á
hugi manna í öllum mentuðum löndum, að hefjast handa
og mótmæla þessum ósköpum, og vjer erum sannfærðir
um að rödd yðar mun berast svo hátt og heyrast svo
langt, að jafnvel sjálfir böðlarnir fái samviskubit«.
Fylgismenn Evgene Debs, ameríkanska þingmanns-
ins, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi vegna þess, að
hann var á móti hluttöku Bandaríkjanna í stríðinu gegn
Miðvöldunum, rituðu einnig ávarp til Brandesar og báðu
hann að mótmæla opinberlega þessum ósóma og ofbeldi.
Út af ofbeldi því og órjettlæti, sem beitt hefur ver-
ið gegn Flæmingjum, ritaði flamskt kvennafjelag til hans
á þessa leið:
»Vjer undirritaðar konur, sem vitum að þjer eruð sá
besti og einlægasti vinur og mikilvægasti talsmaður allra
undirokaðra þjóða, leitum nú til yðar og biðjum yður að
taka svari okkar í nauðum vorum.
í 90 ár hafa Flæmingjar barist af fremsta megni
fyrir þjóðrjettindum sínum. Meðan á heimsstríðinu stóð,
hafa menn vorir og bræður og synir úthelt blóði sínu
fyrir Belgíu. Af belgísku hermönnunum voru 8o°/o Flæm-
ingjar og af þeim fjellu aftur um 90°/o, eftir að þeir
höfðu unnið hina miklu sigra við Iser, Houthulst og víð-
ar. Samt sem áður hefur aldrei verið beitt verri kúgun
gegn oss en nú, og oss er haldið niðri í svo mikilli
eymd og vankunnáttu, að ekki einu sinni helmingur af