Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 70
70 J’orvaldur Thoroddsen
vanist á það, af því að hann var jafnan að gá að jurtum
og smádýrum, er hann gekk úti á víðavangi, og athuga
það sem á jörðunni kunni að finnast.
Það var skaði fyrir land og lýð að missa Þorvald
Thoroddsen svona snemma frá hinum þýðingarmiklu störf-
um hans og öllum þeim mikla undirbúningi, sem hann
hafði, til þess að halda þeim áfram. Enginn getur nú
skipað sæti hans, og því miður er hætt við að þess verði
langt að bíða, að það verði skipað.
X.
Porvaldur Thoroddsen lærði snemma að nota vel
tímann og, að fara skynsamlega með fje. Hann setti sjer
og snemma fagurt og nytsamlegt markmið, og hann
stefndi alla æfi að því með dug og trúmensku. Hann
var fátækur í æsku, og hafði því mjög lítið fje tilforráða.
Eað reyndi fyrst á fjárstjórn hans, er hann var stúdent
og fór á háskólann í Kaupmannahöfn. Hann hafði Garð
og »kommunitets«-styrkinn, eins og allir fslendingar hafa
haft til 1919, og 200 kr. á ári frá Jóni Árnasyni fóstra sín-
um. Hann þurfti á mörgum bókum að halda, og auk
þess þótti honum svo gaman að bókum og vænt um
þær, að hann gat eigi á sjer setið að kaupa fleiri en
hann beinlínis þurfti. Fje þetta var því oflítið, þótt kom-
ast mætti af með svo lítið með mestu sparsemi á meðan
menn nutu Garðs og kommunitetsins. Auk þess var
Thoroddsen góður fjelagsmaður, og tók mikinn og góð-
an þátt í öllum fjelagsskap meðal landa, og það kostar
jafnan nokkuð. En hann tók brátt að vinna sjer inn dá-
lítið fje, bæði með ritstörfum og kenslu, og síðar með
vinnu, er hann fekk við steinafræðissafnið. Pá er hann
ór út af Garði, varð hann að fá sjer lán, en eftir það
var hann að eins eitt ár í Kaupmannahöfn áður en hann
fekk embætti. Hann tók við því fátækur haustið 1880.