Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 33
f’orvaldur Thoroddsen
33
að hún tæki að sjer að gefa Landfræðissöguna út, og
byrjaði þegar á því starfi. En Reykjavíkurdeildina fekk
hann þá til þess að gefa út ofurlítið hefti, til þess að
það, sem hún hafði áður gefið út, gæti orðið eitt bindi
fyrir sig, fyrsta bindið af Landfræðissögunni. Hefti þetta
kom út 1896 og einnig 1. heftið af öðru bindi; var það
gefið út í 3 heftum 1896—1898. Svona atvikaðist það,
að fyrri helmingurinn af Landfræðissögunni, sem höfund-
urinn hafði í fyrstu ætlað að gefa út í einu bindi, kom
út í tveimur. En afleiðingin af því varð sú, að hann
skifti líka síðari helmingnum í tvö bindi, svo að bindin
yrðu eigi mjög mismunandi að stærð.
Eftir að Hafnardeildin tók við útgáfunni, rak hvert
heftið annað, og varð þar ekki hlje á nema 1899, því að
það ár gaf deildin út annað rit fyrir Thoroddsen; það
var um landskjálftana á Suðurlandi 1896, er var með
fylgiskjölum 197 bls. í stóru broti. Öll er Landfræðis-
sagan 1399 bls. og kom síðasta heftið út 1904.
Pá er Þorvaldur Thoroddsen tók að rita Landfræðis-
söguna, fann hann brátt, eins og hann segir í formálan-
um fyrir 1. bindinu, að fyrir honum lágu tveir vegir,
annaðhvort að fara svo nálægt aðalefninu sem unt var,
og taka að eins það, er beinlínis snerti landafræði ís-
lands, eða tengja við og fljetta saman við aðalefnið upp-
lýsingar um höfundana og um tímann, sem þeir lifðu á.
Hann kaus hið síðara, bæði af því að hann gat þá notað
miklu meira af því efni, sem hann hafði safnað og gat safnað,
um leið og hann varð að lesa og rannsaka heimildarritin,
til þess að safna til Landfræðissögunnar og Islandslýs-
ingarinnar, og einnig af því að engin almenn íslensk menn-
ingarsaga nje íslands saga var til; landsmenn voru því
flestir illa að sjer um menningarástand þjóðarinnar á um-
liðnum öldum. Hann tók því margt í Landfræðissöguna,
er snertir bókmenta og menningarsöguna. Heiti bókar-
3