Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 15
Porvaldur Thoroddsen
5
þriðju frá dr. A. Sauer, landsjarðfræðingi í konungsríkinu
Sachsen.
Tillaga þessi var ágæt og þörf, og Thoroddsen mun
í fyrstu hafa ætlað að það væri eigi ómögulegt, að al-
þingi veitti fje til þessa fyrirtækis, svo að hann gæti nú
gefið sig allan við því. Til þessa þurfti eigi mikið fje;
hann hefði þá glaður tekið þetta að sjer, ef hann hefði
fengið 2000 kr. fastar á ári, þótt hann hafi að líkindum
hugsað sjer eitthvað ofurlítið hærri laun, og iooo kr. til
rannsóknarferða. Hann sótti hins vegar eigi beinlínis um
þetta, því honum mun eigi hafa þótt það ráðlegt; hann
hefur talið líklegt, að það mundi ganga fremur, ef þingið
sjálft tæki málið upp og gerði tillögur sínar um það, er
því hafði verið bent á það.
Fjárhagur íslands var lítill, og alþingi var á þeim
árum spart á fje, einkum á slíkar fjárveitingar, en þó
var fjjárhagur landsins í svo góðu lagi, að það gat gert
þetta. En allur þorri alþingismanna hafði hvorki vit nje
áhuga á þessu máli. Og svo kom öfundsýki Islendinga
til sögunnar og stallsystir hennar þröngsýnin. Sumir
skólabræður Thoroddsens fóru nú að öfunda hann af því,
að hann ritaði mikið og fekk orðstfr á sig ytra o. s.
frv., og varð kunnari maður og meira metinn en þeir.
Bæði þeim og sumum embættismönnum þótti nóg um
álit það, sem hann fekk erlendis; hann hafði þó fengið
lægri einkunn við burtfararpróf úr skóla en margir þeirra.
Ofan á þetta bættist hefndarhugur, að minsta kosti hjá
einum manni, sem var við alþingi riðinn það sumar.
Thoroddsen hatði eigi gefið sig að landsmálum; hann
hafði að vísu ritað nokkrar greinar um skólamál, en eigi
svo, að neinir gremdust honum fyrir það. En það hafði
sært hann, að Þórður bróðir hans, sem var settur þriðji
kennari á Möðruvöllum 1881 —1882 og hafði reynst mjög
góður kennari, fekk eigi það embætti við skólann, held-