Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 52
32
forvaldur Thoroddsen
þau ár. Hið sama ár var öllum kehnurum í Reykjavík veitt
launabót nema mjer einum, svo að jeg varð að láta mjer
nægja hin lægstu kennaralaun í 17 ár, og þó var jeg einn af
þeim elstu í embætti. Þá hlupu útlendingar undir bagga og
kostuðu, alveg ótilkvaddir af minni hálfu, ferðir mínar: Oscar
Dickson í Gautaborg og Augustin Gamél í Kaupmannahöfn.
Þessi aðferð þingsins vakti töluverða athygli í útlöndum og
varð mjer þannig til góðs, svo að jeg gat framkvæmt hinar
seinni rannsóknir mínar á íslandi með ríflegum styrk úr Dan-
mörku og svo lagði alþingi þá aftur nokkuð til. Ferðastyrk-
urinn, sem alþingi veitti mjer, fór aldrei fram úr 1000 kr. á
ári, þó að jeg ætti að kanna hin mestu öræfi, þyrfti mikinn
útbúning og yrði að flytja með mjer tjöld og hey. Það
gleður mig, að þingið nú er orðið rífara á fjárframlögum til
hinna yngri vísindamanna.
Rannsóknirnar stóðu yfir 1881—98 og þegar þær voru
búnar, var miklu og erfiðu starfi aflokið, enda var þess ítar-
lega getið í blöðum og tímaritum um allan heim, nema á ís-
landi; þar var þetta ekki álitið svo merkilegt, að nokkur rit-
stjóri fyndi köllun hjá sjer til að geta þessa;-eitt blað (Fjall-
konan) lagði þó út grein um rannsóknir mínar úr dönsku
blaði.
Svo þegar rannsóknum á íslandi var lokið, þurfli að
gefa út rit um árangur þeirra, landsuppdrætti o. fl. Allar
tilraunir til þess að koma þessu í verk af íslands hálfu urðu
árangurslausar, landar mínir höfðu enga löngun á að leggja
fje til slíkra hluta, þótti meira en nóg komið. Þetta hefði
þó verið hægðarleikur, hefði viljann ekki vantað og skiining-
inn. Jeg sá mjer þá ekki annað fært en að flýja landið
(mjög á móti vilja mínum), og leita til annara þjóða, sem
höfðu vilja og mátt til að styrkja að slíkum framkvæmdum.
Nú hefur mjer, fyrir tilstyrk Þjóðverja og Dana, tekist
að koma út bókum og uppdráttum, sem hafa breitt út vfs-
indalega þekkingu á jarðfræði og landafræði íslands meðal
fjarlægra þjóða, og eins og raun er á orðin, hefur ísland
hlotið fyrir það miklu meiri viðurkenningu erlendis, en mjer
hefði nokkur tíma getað dottið í hug. En það lítur ekki út
fyrir að íslendingar kæri sig mikið um það, að minsta kosti
hefur mjer ekki borist annað en blaðahnútur heiman afFróni;
en þetta liggur nú ef til vill í tískunni, það er líklega álitið
holt og heilsusamlegt að blanda galli í bikarinn, jafnvel þótt
málefnið snerti sóma þjóðarinnar. því að það skiftir minstu.