Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 148
148
Islandica. íslensk-dönsk orðabók
Islandica. Af þessu merkilega ritsafni, sem hið íslenska
bókasafn Fiskes gefur út undir forustu prófessors Halldórs
Hermannssonar, er nýlega komið út 14. bindið. í’að er skrá
yfir allar íslenskar bækur, sem prentaðar voru á 17. öld, og
nákvæm bókfræðileg lýsing á þeim, alt eftir Halldór Her-
mannsson. Rit þetta er nauðsynlegt fyrir hvern þann, sem
vill kynna sjer bókmentir íslands á 17. öld. Verð 2 dollarar.
Sig’fús Blöndal, Islandsk-dansk Ordbog. i.Halvbind.
Rvík. 1920—22. XI (4- 1) 480 bls. í stóru 4 bl. broti. (Til
sölu hjá Þórarni B. f’orlákssyni og H. Aschehoug & Co.)
Verð 35 kr.
Margir hafa lengi saknað þess, að engin stór orðabók
hefur verið til yfir íslenska tungu á vorum dögum. »Supple-
ment til islandske Ordböger«, þriðja safn eftir rektor Jón
I’orkelsson hefur verið hin helsta hjálp í þeirri grein, og
þó er það að eins viðbætir við orðabækurnar um íslenska
tungu á miðöldunum, svo að þær verður að nota jafniramt
því. Þó vantar mörg orð í safn rektors, enda hafði hann að
eins tekið orð úr ritmáli, og mörg orð hafa verið mynduð
síðan það kom út. Nokkur hjálp hefur og verið að hinni ís-
lensk-ensku orðbók Geirs T. Zoéga rektors. I’að er góð bók,
það sem hún nær, en hún er lítil og sniðin eftir þörfum skól-
anna. Orðabók Blöndals bætir því úr brýnni þörf, og hún
er mjög stór. í henni munu finnast flest þau orð, sem notuð
hafa verið í íslenskri tungu síðan um 1800. Höfundurinn og
aðstoðarmenn hans hafa safnað orðum úr mjög mörgum ís-
lenskum ritum, er út hafa komið á síðustu 120 árum, og
ýmsum ritum frá 18. öld og einstaka ritum eldri. Enn fremur
hefur höfundurinn notað orðabækur þær, sem til eru, sjerstak-
lega orðasöfn Jóns Þorkelssonar rektors, orðabók Björns Hall-
dórssonar, og orð þau, sem Björn M. Ólsen hafði safnað úr
alþýðumáli.
Orðabók Blöndals er mjög mikið verk, og að henni hafa
starfað margir menn með honum. Hann nefnir þá í formál-
anum og á titilblaðinu nefnir hann þá þrjá, sem hafa hjálpað
honum mest, konu sína frú Björg Þ. Blöndal og kennarana
Jón Ófeigsson og Holger Wiehe. 1 Óðni 1922 bls. 84 er
mynd af Blöndal og 8 hjálparmönnum hans, sem unnu með
honum 1917—18 að orðabókinni; þar er og mynd af konu
hans, 9. hjálparmanni hans, sem lengst hefur unnið með hon-
um. t’ýðingarnar á orðunum eru óvenjulega góðar og ná-
kvæmar; við þær hefur Blöndal notið mest aðstoðar Holgers
Wiehes. Allur frágangur á bókinni er vandaður; letrið er