Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 77
Porvaldur Thoroddsen
77
valds Thoroddsens, má þó ágrip þetta eigi verða lengra.
Hann var stórhuga í vísindunum. Hann vildi koma á
stofn stórkostlegum samstæðum íslandsrannsóknum, en
honum tókst eigi að fá þá menn, sem hann þurfti, til þess
að styðja það mál. Pá er Danir seldu Vestur-indversku
eyjarnar, samdi hann 1917 allnákvæmar tillögur um, að
sett væri á stofn ríkisstofnun til náttúrufræðisrann-
sóknar víðsvegar á jörðinni, og skyldi hún kend við
Vestur-indversku eyjarnar. Tíu miljónir króna af andvirði
þeirra skyldu lagðar til hennar og vöxtunum af þeim var-
ið til rannsókna. Nokkrir mikilsmegandi menn tóku þessu
mjög vel, og var einn þeirra ráðgjafi. En skömmu síðar
komu aðrir fram með tillögu um að stofna Rask-Orsteds
sjóðinn; til hans skyldi að eins varið fimm miljónum.
Margir mætir menn fluttu og það mál, og stjórnin fjelst á
það, meðal annars af því, að það kostaði ríkissjóðinn
hálfu minna.
Hjer hefur eigi verið rúm að skýra frá mörgum
merkum útlendum ritgjörðum eftir Thoroddsen. Áhrif
hans á útlend landfræðis og jarðfræðis rit, að því er ís-
land snertir, voru þó mjög mikil. Ymsir hinir bestu vís-
indamenn leiðrjettu rit sín eftir hinum útlendu ritum hans.
Sumir tóku upp dálitla kafla eða útdrátt úr þeim um ís-
land í rit sín eða niðurstöðuna af helstu rannsóknum hans.
Svo gerði t. a. m. Nathorst í hinu nafnfræga riti sínu
>Jordens historia«, og James Geikie í jarðfræði sinni. Pá
er H. R. Mill gaf út almanna landafræði (The International
Geograþhy) handa Englendingum 1899 og fekk fjölda
marga sjerfræðinga til að rita hana, fekk hann Porvald
Thoroddsen til þess að rita kaflann um ísland. Einnig
var hann fenginn til að rita langan þátt um ísland í
»Lande og Folk«, hina bestu og mestu alþýðubók í
landafræði, sem út hefur komið á Norðurlöndum.
Áður en Porvaldur Thoroddsen fjell frá, veittu tvö