Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 38
3«
í’orvaldur Thoroddsen
sama í báðum þessum ritum, en meðferð þess og niður-
skipun er önnur í íslensku lýsingunni en hinni þýsku, og
auk þess er íslenska lýsingin yfirgripsmeiri; hún er al-
menn landslýsing, og er þar t. a. m. skýrt greinilega frá
loftslaginu, en í þýsku lýsingunni er stutt um það. í ís-
lensku lýsingunni eru og langir þættir um jurtaríki lands-
ins og gróðrarfar og um dýraríkið, en af því er ekki
sagt í þýsku lýsingunni. Sumt er aftur á móti nákvæm-
ara í þýsku lýsingunni, sjerstaklega um jarðfræði lands-
ins, og hún er í vísindalegra sniði, eins og eðlilegt er, því
að hún er rituð handa lærðum mönnum, en íslenska lýs-
ingin er ætluð jafnt leikum sem lærðum.
Á meðan Thoroddsen ritaði Lýsingu íslands hafði
hann og ýmislegt annað að grípa í. 1906 en þó einkum
1907 ritaði hann æfisögu Pjeturs Pjeturssonar
biskups, og kom hún út árið eftir á aldarafmæli bisk-
upsins.
Bók þessi er mikið rit, rúmar 350 bls. með viðauk-
um þeim, sem fylgja henni, en sjálf er æfisagan nærri
290 bls. og brotið er heldur stórt. Hún er því ein hin
mesta æfisaga, sem til er á íslensku, en hún er líka ein
hin langmerkilegasta. Hún er eflaust eitthvert hið
fróðlegasta rit, sem enn hefur birtst á prenti um efni
úr sögu Islendinga á 19. öld. En sumir menn reiddust
Thoroddsen fyrir bók þessa, og það var í raun rjettri af
því, að hann sagði rækilega frá ýmsu, sem þeir vildu láta
íkyrt liggja«, þótt það væri satt; var það þá talað, að
Torv. Thoroddsen væri hlutdrægur og bæri oflof á bisk-
upinn, af því að hanti hefði verið tengdafaðir hans. En
er fám árum síðar kom út æfisaga annars íslensks em-
bættismanns, sem að vísu var merkur maður að ýmsu
leyti, en hvergi nærri eins nýtur maður og merkur eins
og Pjetur biskup, þá fann enginn að því, þótt tiltölulega
miklu meira lof væri borið á hann, en Porv. Thoroddsen