Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 18
8
í’orvaldur Thoroddsen
löndum vorum að þykja nóg um; kom þar svo að þeir
»öfunduðu mjög sæmd hans« eins og segir í Njálu um
mótstöðumenn Gunnars á Hlíðarenda.
Snemma í júlí 1886 fóru fram nýjar þingkosningar.
Tryggvi Gunnarsson var þá eigi endurkosinn, sökum þess
að hann var á móti meirihlutanum í stjórnarskrármálinu,
og fleiri breytingar urðu þá og árið eftir á skipun alþing-
is, er voru eigi hagstæðar fyrir Torvald Thoroddsen. — 26.
júní 1889 andaðist líka Jón Sigurðsson frá Gautlöndum
á leið til þings. — Alþingi veitti honum þó styrk 1887 til
rannsókna 1888 og 1889, en síðara sumarið, á meðan
hann var að ferðast í öræfunum fyrir vestan Vatnajökul
og kanna landið, þar sem enginn maður hafði farið um
áður, samþykti alþingi að veita honum eigi styrk til að
halda rannsóknunum áfram. Fimm þingmenn, Ólafur
Briem, forlákur Guðmundsson, Ólafur Pálsson frá Höfða-
brekku, Þorvaldur Bjarnason og sjera Sveinn Eiríksson,
dóttursonur Sveins Pálssonar læknis, báru þá upp tillögu
um að fella styrkinn til hans burtu. Mönnum þessum
mun hafa gengið mest til sparnaður, og fjórir þeirra
munu eigi hafa borið neitt skyn á, hvaða þýðingu rann-
sóknir Thoroddsens höfðu; en svo mentaður maður sem
þingmaður Reykvíkinga, dr. med. Jónas Jónassen, hefði
að minsta kosti átt að vita betur en orð hans á alþingi
benda á. Hann kvað Porvald hafa fengið stórfje í mörg
ár og sjer hafi virst, »að vjer eigi höfum fengið sem því
samsvarar í aðra hönd« (Alþingistíð. 1889, B, d. 791).
Hann hefði átt að vita það, að alt það fje, sem Porvaldi
hafði verið veitt, hafði gengið til ferðakostnaðar, og hann
hefði einnig að minsta kosti átt að þekkja nokkuð af
því, sem Thoroddsen hafði ritað um rannsóknir sínar,
áður en hann kvað upp dóm þennan. Jón Ólafsson hafði
þó einhverja hugmynd um það, en hann hafði áður á
þingi hæðst að því, að Porvaldur ritaði um ferðir sínar