Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 75
I’orvaldur Thoroddsen
75
•og að með þeim verði unnið svo mikið gagn og svo
mörg góð verk sem stofnendur þeirra gerðu sjer von um,
þá er þau ákváðu í fyrstu að setja þá á stofn, og þá er
þau bæði litu bjartast á það mál og framtíð íslands.
Hinar íslensku bækur sínar gaf þorvaldur eigi Lands-
bókasafninu, af því að það átti þær áður. Hann bauð
að selja þær á uppboði í Reykjavík til ágóða fyrir sjóðina.
Hinar útlendu bækur hans voru yfir 5000 bindi, stór
og smá, þar á meðal mjög margar sjerprentaðar ritgjörð-
ir, margar fágætar og sumar alveg ófáanlegar. Margar
þeirra eru um ísland eftir útlenda náttúrufræðinga og
ferðamenn. feir leituðu oft til Thoroddsens um sitthvað,
er ísland snerti, og sendu honum ritgjörðir sínar. Hann
keypti og jafnan mikið af bókum; átti hann því hið mesta
safn af útlendum bókum og ritgjörðum um náttúru ís-
lands, sem nokkur íslendingur hefur átt. Enginn útlend-
ingur hefur heldur átt þvílíkt safn nema prófessor W.
Fiske. Var mikill fengur fyrir Landsbókasafnið að eign-
ast það alt.
Pað ætlaði þó eigi að ganga greitt að koma bókum
hans á Landsbókasafnið. Framkvæmdastjóri dánarbúsins,
Jón Krabbe, ritaði öllum þeim mönnum og stofnunum,
sem nefndar eru í arfleiðsluskrá Thoroddsens, tilkynti
þeim ákvæði hennar og spurði hvort þeir tækju á móti
gjöfunum samkvæmt arfleiðsluskránni. það kom svar frá
öllum nema Landsbókasafninu, og var beðið svo lengi
eftir því sem hægt var, en íbúð Thoroddsens. átti að
tæma að öllu fyrir fardag í apríl 1922. Hins vegar var
eigi hægt að senda svo mikla bókagjöf, fyr en vitneskja
væri fengin frá safninu um það, hvort það vildi taka á
móti henni. En það kom aldrei neitt svar uppá það frá
Landsbókasafninu.
það vildi þá svo vel til að ráðaneytisforseti, kenslu-
málaráðherrann sjálfur, kom hingað um áramótin, og var