Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 36
36
f’orvaldur Thoroddsen
íslands lýsing þessi er mjög merkileg, og var hún
ásamt jarðfræðisuppdrættinum aðalávöxturinn af öllum
rannsóknarferðum höfundarins á íslandi; var það mikið
starf, sem lá þar eftir fimtugan mann. Áður hafði eng-
inn ritað jarðfræði íslands, og af almennri landfræði lands
vors voru að eins stutt ágrip til. Þetta var því í fyrsta
sinn að stórt og fullkomið rit um alla jarðfræði Islands
kom út og nákvæm Iandafræði; afarmargt í bók þessari
var algjörlega nýtt; bæði hún og jarðfræðisuppdrátturinn
kom út á tungum stórþjóðanna. Pað var því eðlilegt, að
verk þessi vektu almenna athygli meðal jarðfræðinga og
landfræðinga erlendis, og að Porvaldur Thoroddsen yrði
víðfrægur maður. Fám árum áður (1897 og 1898) hafði
líka komið út á þýsku þýðing af 1. og 2. bindinu af
Landfræðissögu hans.
Pá er leið að því að lokið yrði við prentunina á
Landfræðissögu íslands, kom fram tillaga í Hafnardeild
Bókmentafjelagsins um það, að deildin gæfi út almenna
íslands lýsingu, handhæga bók, er skyldi vera tvö bindi,
annað um landið, en hitt um þjóðina, um 22—25 arkir
hvort að stærð. Deildin skyldi fá Þorvald Thoroddsen til
þess að rita meginhlutann af bók þessari, en aðra sjer-
fræðinga þó um sum atriði í henni, sjerstaklega í síðari
hlutanum, svo sem t. a. m. um stjórnarskipunina o. fl.
þess konar. Tillögumaðurinn kvað nauðsyn að landsmenn
eignuðust slíka íslands lýsingu, og sjálfan langaði hann
eigi minst til að fá slíka handbók. Tótt Hafnardeildin
gæfi hana út, ætti hún þó engu að síður að halda áfram
hinni miklu lýsingu íslands eftir Thoroddsen, en
eftir áætlun hans ætti hún að verða um 30 eða jafnvel
30 til 40 bindi, á stærð við bindin af landfræðissögunni.
Tillögumaðurinn óttaðist líka um þessar mundir að Porv.
ferðum sínum á. Pað er nú á kgl. bókasafninu í Kaupmannahöfn. Hann
notaði það við fyrirlestra í landfræðisfjelaginu danska og víðar.