Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 24
24
Porvaldur Thoroddsen
skólakennaraembætti sínu. Hann vantaði aldur til þess
að eiga rjett til lausnar, en embættisaldur hafði hann til
þess að fá í hæsta lagi 1200 kr. í eftirlaun samkvæmt
þágildandi eftirlaunalögum. Hann hefði eigi heldur fengið
meira hjá alþingi, ef hann hefði eigi sjálfur brugðið sjer
til Reykjavíkur, þá er þetta mál kom á þing (1899), og
dvalið þar um þingtímann og talað við ýmsa þingmenn.
Stjórnin ætlaði honum annaðhvort 1000 kr. eða í hæsta
lagi 1200 kr., en nú voru í fjárlaganefnd Tryggvi Grunnars-
son og Skúli Thoroddsen, og lagði fjárlaganefnd til, að
hann fengi 2000 kr. í eftirlaun; marðist það í gegn um
neðri deild með 12 atkvæðum móti 10; sagði forvaldur
mjer síðar svo frá, að hann hefði eigi fengið þetta, ef
hann hefði eigi átt tvo bræður á þingi. Pað er því gjör-
samlega rangt, sem sagt hefur verið í vetur af sumum,
sem hafa ritað um Porvald Thoroddsen, að alþingi hafi
veitt honum þessar 2000 kr. sem heiðurslaun. Hann
hefði ekki fengið einn eyri fram yfir 1200 kr. eftirlaun,
ef hann hefði eigi sjálfur dvalið þá í Reykjavík. Á þeim
árum veltust nokkrir sýslumenn úr embættum á miðjum
aldri sökum drykkjuskapar og annarar óreglu, en allir
með eftirlaunum; sökum þess þótti hart að neita Thor-
oddsen um lausn, en að veita honum hærri laun en þeim,
datt fæstum eða jafnvel engum í hug. Hins vegar sýnir
þó ræða sjera Sigurðar Gunnarssonar í neðri deild, að til
var maður á alþingi, er sá verðleika hans.
Alls fekk forvaldur Thoroddsen á árunum 1882—
1898 12934 kr.1) úr landssjóði til þess að rannsaka alt
ísland, eða tæplega svo mikið sem það hefur kostað
landið, að korna út á íslensku stirðbusalegri þýðingu af
fyrri hlutanum af Faust8), og fje þessu öllu varð hann
*) Tað voru 2934 kr á árunum 1882—1884, 4000 kr. á árunum
1886—1889 og 6000 kr. á árunum 1893—1898.
*) f góðum alþýðuiítgáfum af ritum Goethes, svo sem »Neue Leip-