Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 69
f’orvaldur Thoroddsen
69
og dóttur í kirkjugarðinum við Fasanveg (1. Afd., Litr.
B, nr. 230). Jarðarförin fór fram í Syðri kapellu þar í
kirkjugarðinum, og var henni hagað sem líkast jarðarför
konu hans. Hann var lagður í hvíta kistu og var hún
prýdd rauðum rósafljettum sem kista konu hans. Margir
íslendingar fylgdu honum til grafar og fjöídi Dana; voru
það margt nafnkunnir menn. Konungur vor sendi fagran
blómsveig á kistu hans, og eigi minna en 12 íslenskar
og danskar mentastofnanir og fjelög sendu stóra og
fagra sveiga með áletrun á, og enn fremur sendi fjöldi
einstakra manna blómsveiga.1) Sjera Haukur Gíslason
hjelt líkræðuna eins og yfir frú Thoroddsen; á undan
henni var sunginn hinn fagri sálmur Kingos »Sorrig og
Glæde de vandre til Hobet og á eftir »Tænk naar en-
gang den Taage er forsvunden* (eftir sjera Vilhelm
Andreas Wexels, norskt sálmaskáld). Áður en kistan var
borin út, söng Fóra Keller söngkona kveldsálminn: »Jeg
er træt og gaar til Ro« (eftir þýska skáldkonu Louise
Hensel), sama sálminn, sem hún söng við jarðarför frú
Thoroddsens. Fræðafjelagsmenn báru kistuna út úr
kapellunni, og við gröfina sungum vjer landar »Alt eins
og blómstrið eina«, 1., 12. og 10. vers, eins og viðjarð-
arför konu hans.
Forvaldur Thoroddsen var fríður maður sýnum eins
og sjá má af myndum þeim, sem hjer eru prentaðar af
honum. Hann var fullkomlega meðalmaður að hæð, vel
vaxinn, fremur feitlaginn, og sómdi sjer vel í allri fran.-
göngu. Tegar frá æsku var hann nokkuð lotinn í hálsi,
er hann gekk, og dettur mjer í hug að hann hafi líklega
') Jarðarförinni er best lýst í Berlingatíðindum og þar næst f
Nationaltíðindum morgunin eftir (6. oktbr.). í Berl. tíð. er þó ínishernit,
að blómsveigur hafi verið sendur frá »Islands Bibliotek«: það á að vera
frá > Hinu íslenska Bókmentafjelagií, og svo stóð á sveignum, en blaða-
maðurinn mun hafa misskilið áletrunina.