Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 46
46
Porvaldur Thoroddsen
má því nærri geta að bæði þessi hin elstu íslensku bók-
mentafjelög, sem nú eru til, eða forsetar þeirra af þeirra
hendi, muni minnast þessa mikla velgjörðamanns síns
með því þakklæti, samúð og virðingu, sem hann verð-
skuldar og fjelögunum sjálfum er sæmd að.
VI.
Porvaldur Thoroddsen hlaut eðlilega allmikla viður-
kenningu fyrir rannsóknir sínar og rit, en það er fróðlegt
að athuga hvaðan hún kom. Pess er fyr getið, að bæði
Danir og Svíar veittu honum viðurkenningu þegar á fyrstu
rannsóknarárum hans, er hann var um þrítugt. En 16.
janúar 1893 kaus danska jarðfræðisfjelagið hann heiðurs-
fjelaga, og 6. maí s. á. kaus jarðfræðisfjelagið í Berlín
hann brjeffjelaga. Pá er háskólinn í Kaupmannahöfn 28.
júlí 1894 hjelt minningarhátíð um silfurbrúðkaup Friðriks
ríkiserfingja (síðar Friðriks VIII), nefndi hann Thoroddsen
doktor í heimspeki í heiðursskyni. Árið eftir sendi land-
fræðisfjelagið í París honum A. de La Roquette’s gull-
medalíu. 12. apríl 1897 veitti konunglega landfræðisfje-
lagið í Lundúnum honum verðlaun Cuthbert Peeks, og
1. september s. á. kaus alþjóða jöklanefndin (í Sviss)
hann brjeffjelaga. í maf 1898 kaus kgl. landfræðisfjelagið
í Lundúnum hann heiðursfjelaga, og 14. maí s. á. kaus
landfræðisfjelagið í Bern hann líka heiðursfjelaga. Tá er
hann hafði lokið rannsóknum sínum á Islandi, sæmdi hið
konunglega danska landfræðisfjelag hann 3. janúar 1899
gullmedalíu sinni. Sú medalía var stofnuð 1890, og
fengu þeir Fridtjof Nansen og sjóliðsforingi Gustav Holm
hana fyrstir, þá Sven Hedin og þá Porvaldur Thorodd-
sen. Alls höfðu 1920 16 menn fengið hana. Um þess-
ar mundir væntu þess ýmsir Danir, að íslenska lands-
stjórnin mundi sýna honum sæmd, en er sú von brást,
gerði danska stjórnin hann 28. septbr. 1899 að tillögu