Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 142
42
Finnur Jónsson
ast nær saman í íslenskunni, af því að hún helur geymst
svo vel.
Höf. syndgar nú móti þessum kröfum og reglum, og
helst þá, er hann vill skýra torskilin nöfn. Hann fer skör
lengra en leyfilegt er. Jeg skal sýna dæmin. ípishóll: nafnið
er skrifað svo þar sem það kemur fyrst fyrir, reyndar í upp-
skrift ýfrá 17. öld) af miklu eldra brjefi. Framburður mun
nú vera sá sami, sem þessi ritháttur bendir á. Nafnið er tor-
skýrt. Höf. gerir tilraun til að skýra það og getur þess til,
að það hafi hljóðað »Ibeits-(hóll)« f. (eldra) íbeitis-. Auðvit-
að er hægt að skilja, að íbeits- hefði orðið að íbíss-; hitt er
verra að skilja og skýra, p-hljóðið. Að íbeitis- gat orðið
íbeits- er líka hugsanlegt1). Orðið íbeit sjálft veit jeg ekki til
að hafi til verið. Jeg þekki það ekki, engin orðabók þekkir
það. Þekkir höf. það úr daglegu máli? Ef ekki er svo, er
tilgátan ekki sennileg og hefði ekki átt að koma fram; hún
getur orðið villandi og skaðleg.
Annað dæmi: Keta. Svo hefur þetta nafn alla tíð verið
ritað, og framburðurinn svarar til þess (nú dregið e og ein-
falt t-hljóð). Höf. getur þess nú til, að eiginlega myndin sje
Ketta (og vill setja það í samband við dránginn Kerlíngu,
sem að fornu hefði heitið Ketta). Hjer er getgátu dýngt
ofan á getgátu og báðar jafnósennilegar. Hefði Keta heitið
Ketta, þá er jeg ekki í neinum vafa um, að þá væri nú skrif-
að og framborið Ketta (en ekki Keta; hvernig ætti að skýra
þá breytingu?). Höf. kallar þetta »óvissa tilgátu« — og það
er rjett, en betra, að hún hefði ekki verið sett á blað, því
að ófróða menn kann hún að villa, og hún er ekki til neins
gagns.
Priðja dæmið (þessu líkt): Marbæli. Petta er rithátturinn
og framburður. Kann vera, að nafnið sje torskýrt; en óhugs-
andi er (þótt höf. kalli það »hugsanlegt«), að nafnið hefði
upphaflega verið Márbæli«, af mannsnafninu Már(r); höf. seg-
ir þó, að þetta »liggi fjær« — en hann hefði alveg átt að
sleppa þessari tilgátu; í fyrsta lagi væri lítt eða óskiljandi,
að Már hefði hjer orðið mar- (Mársstaðir hefur t. d. hvergi
orðið Mars-), og í öðru lagi hefði nafnið verið Másbæli eða
Mársbæli, ef nafnið Már(r) væri fyrri liðurinn.
‘) En hliðstæðurnar, sem höf. vitnar í, eru rángar. Knjeis, trjeis,
óðalis eru orðmyndir, sem aldrei hafa til verið; reips kemur af reip (i
fornmálinu); reipi er myndað af því. Tilvitnunina i mína bók skil jeg
ekki; þar er ekkert (á bls. 56), sem hjer á við.