Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 108
io8
Valdimar Erlendsson
Schaudinn, Hoffmann, Wassermann og Neisser, frönsku
læknarnir Roux og Metschnikov og japanski vísindamað-
urinn Naguchi. Pessir menn og margir fleiri hafa meö
ótal rannsóknum, tilraunum og vísindalegum uppgötvun-
um sýnt og sannað, að hver þessara sjúkdóma orsakast
af sjerstakri sóttkveikju og hefur sjerstök sjúkdómsein-
kenni. Pað sama á sjer stað með ýmsa vægari samræð-
issjúkdóma, sem eru líka viðbjóðslegir og geta orðið
hættulegir, svo sem balanitis inflammatoria, condyloma
acumintum, herpes genitalis, molluscum contagiosum og
ulcus acutum vulvæ. Allir þessir sjúkdómar, sem engin
islensk heiti eiga, eru hreinir og beinir kynsjúkdómar eins
og lekandi og sýfílis, og vanþekking, óhreinlæti og ósið-
semi karla og kvenna ryður brautina fyrir sóttkveikju
þeirra.
Allar siðaðar þjóðir berjast nú kröftuglega gegn öll-
um þessum ófagnaði, og ríkin leggja fram stórfje í þeim
tilgangi, að stemma stigu fyrir honum og helst uppræta
hann með öllu. En til þess þarf fyrst og fremst aukna
þekkingu á þeim voða, sem allir kynsjúkdómar hafa í
för með sjer, en þó einkum og sjer í lagi vaxandi sóma-
tilfinningu og betra siðferði almennings. Hvorki ströng
lagaboð eða mikil fjárframlög til sjúkrahúsa og ókeypis
læknishjáipar og meðala geta ein kveðið kynsjúkdóma nið-
ur, en aftur á móti mun góð þekking á þeirri hættu, sem
stafar af þeim, geta hjálpað mörgum til að varast
vítin. íslendingar ættu að gera alt til þess að reka þessa
viðbjóðslegu og skaðvænu gesti úr landi, sem ekki að
eins skaða og eyðileggja núlifandi kynslóð, heldur einnig
komandi kynslóðir.
Pað er sorglegt til þess að vita, að einmitt um
sama leyti sem hafist var handa gegn holdsveikinni, rjett
fyrir síðustu aldamót, fekk sýfílis fótfestu í landinu. Af
þessum tveimur plágum er sýfílis langtum verri en holds-