Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 32
32
í’orvaldur Thoroddsen
Tímariti Bókmentafjelagsins og ritum Pjóðvinafjelagsins.
1889 kom og út eftir hann dálítil jarðfræöi (2. bók í rit-
safninu Sjálfsfræðarinn). Pessum ritstörfum hjelt hann
áfram meðan til vanst, og má með sanni segja að hann
verði hverri stundu til lesturs og ritstarfa, sem hann gat.
Hann ritaði líka svo margar ritgjörðir, að hjer er eigi
rúm til þess að minnast á tíunda hlutann af þeim; rit
hans, sem komu út í bókarformi, verða eigi heldur nefnd
öll. Aftur á móti skal hjer skýrt frá hinum merkustu
ritum hans og hinum helstu landsuppdráttum hans.
Hið fyrsta af hinum miklu og merkustu ritum for-
valds Thoroddsens er Landfræðissaga íslands.
Hann safnaði fyrst allmiklu efni í hana, en í árslok 1888
mun hann hafa tekið að rita hana; voru honum í júlí
1889 dæmd verðlaun úr sjóði Jóns Sigurðssonar fyrir
upphafið af henni. Landfræðissagan átti áð vera tvö stór
bindi, og er hún inngangurinn að hinni miklu lýsingu ís-
lands, sem Thoroddsen hafði gert áætlun um og ætlaði
að rita. Bókmentafjelagsdeildin í Reykjavík tók hana
að sjer til prentunar, og gaf út 1892 í einu hefti 15 fyrstu
arkirnar. Thoroddsen var þá erlendis, er heftið var prent-
að, en sjera Eggert Briem las prófarkirnar og forseti Reykja-
víkurdeildarinnar ljet »klessa á kápuna« og bráðabirgðatit-
ilblað »Fyrra hepti«, rjetteins og saga þessi ætti að verða eitt
bindi í tveimur heftum; þetta gerði hann að höfundinum óaf-
vitandi. En um þessar mundir var Reykjavíkurdeild Bók-
mentafjelagsins í mikilli fjárþröng og töluverð óregla þar
á sumum stjórnarstörfum, einkanlega forsetastörfunum.
Deildin gafst því fljótt upp við útgáfuna, og liðu svo þrjú
ár, að eigi kom framhaldið. En er Thoroddsen var flutt-
ur til Kaupmannahafnar, varð hann vonlaus um að deild-
in mundi nokkurn tíma gefa út rit þetta. Hann tók því
það ráð að skifta fyrra bindinu í tvent, og gefa Hafnar-
deild Bókmentafjelagsins síðari hlutann af því, gegn því