Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 27
í’orvaldur Thoroddsen
27
unum yfirleitt og erfiðleikum þeim, sem við var að eiga.
Er skemtilegt og fróðlegt íyrir unga og hrausta íslend-
inga að lesa það, og raunar fyrir alla íslendinga, sem
mannræna er í og eitthvað unna fósturlandi sínu. Hins
vegar skal þess getið hjer, að Þorvaldur Thoroddsen
sigraði alla erfiðleika og ailar torfærur, er urðu á vegi
hans. Hann var ljettur á fæti, manna brattgengastur,
>vel bergklifrandi«, þolinn, þrautseigur, viljasterkur, gæt-
inn, og svo hygginn, að hann vann alt með forsjá. Allar
ferðir hans getigu vel og slysalaust, — aldrei méiddist
neinn hestur hjá honum, — og þó var oft mjög hættu-
legt að fara þar sem hann fór, og varð að fara, einkum
um Lakagígina miklu, eldhraunin og fjallaklungrin þar í
kring, upp af Vestur Skaftafellssýslu og fyrir vestan
Vatnajökul. Hann hafði ávalt sama fylgdarmanninn, læri-
svein sinn Ögmund Sigurðsson, skólastjóra í Hafnar-
firði, nema sumarið 1890 á Snæfellsnesi, og mintist hans
jafnan með vinsemd og þakklæli.
Útbúnaði sínum á rannsóknarferðunum hefur Porvald-
ur einnig lýst í innganginum fyrir Ferðabók sinni.
IV.
Hinn vísindalegi árangur af rannsóknarferðum for-
valds Thoroddsens var einstaklega mikill. Vilji menn fá
glögga hugmynd um það, er best að kynna sjer þekk-
ingu manna á íslandi, þá er hann hóf rannsóknir sínar,
og þekkinguna á því, er hann hafði rannsakað landið og
ritað Lýsing íslands. Pekkingu manna á íslandi fyrir
1880 hefur hann lýst rækilega í Landfræðissögu sinni, en
drepið á hana víða annarsstaðar í ritum sínum. Árangr-
inum af ferðum sínum hefur hann skýrt best frá í Ferða-
bók sinni, 4. bindi, bls. 154—202. Hjer skal að eins
bent á fá atriði.
Pá er Thoroddsen hóf rannsóknir sínar, var öll vís-