Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 89
Um hjúahald
89
helgidagavinna. Má ætla að breytt og dvínandi trúarlíf
eigi einn þáttinn í þessu, en fólksfæðin og vaxandi(?) eigin-
gimi hina.
Hjer er þó sökin ekki meiri hjá húsbændum en sumum
hjúum og lausafólki, sem margt byrjar flesta sunnudaga um
heyjannir með því að heyja fyrir skepnum sínum,1) einkum
þó hrossum, sem er að verða tíska að margir eiga, þótt ekki
sje nema að óþörfu og til kostnaðar. í’etta gera eins margir
þeir, sem eru nógu ríkir til þess að kaupa skepnurnar í fóð-
ur eða fá sjer kaupahjú einn eða fleiri virka daga til að
afla fóðursins.
Stundum fara sumir bændur í að þurka hey á helgum
dögum, án þess þörfin sýnist vera brýn, og dæmalaust er
ekki að sjá húsbændur, sem annars snerta lítið á heyskap,
fara þegjandi þá daga til að þurka hey, auðsjáanlega í þeim
tilgangi að draga fólkið í vinnuna með sjer. Sumir fara að
heiman þegar þeir sjá þetta fyrir, ellegar sitja hjá þótt það
sje fáttðara — en flestir koma smám saman í vinnuna. En
hjá bændum og búaliðum er borgunarmáti þessarar vinnu
samskonar: þeir borga hana með hinu mesta kaffiflóði og
Iburði af kökum, sem mikill tími hefur gengið í að búa til
og baka jafnvel virku dagana.
Það er mjög sorglegt, hve Islendingar hafa varið tím-
anum illa, en nú þegar verkafólksskorturinn er orðinn svo
mikill, eru sumir farnir að kannast við þennan sannleika.2) í’að
er ekki langt á að minnast, að margir bændur höfðu fleira fólk
en þurfti til að gera það sem gert var, og má telja að svo
væri þar sem voru 4— 6 vinnumenn, en lítið eða ekkert gjört
jörðunum til bóta. Að þetta er satt, sjest best á því að þótt
bændur með líkri gripaeign og ástæðum að öðru leyti, hafi
nú ekki nema einn vinnumann eða tvo, eða sjeu jafnvel ein-
yrkjar — þá bæta þeir jarðirnar samt meira en áður. f’ótt
þetta sje nokkuð að þakka skárri verkfærum, munar hitt þó
meiru að tímanum er betur varið, af því að þekking og áhugi
á framkvæmdum í búnaði hefur vaxið. — Margir mundu þó
geta látið meira eftir sig liggja, og nægir þeirri skoðun til
styrktar, að benda á, hve sumir einyrkjar afkasta miklu, án
þess að sjeð verði að þeir endist neitt ver en aðrir, eða sjeu
veilli til heilsu.
*) Bændur hafa þó ekki enn lagt það í vana sinn að ganga út að
slá á helgidögum.
’) Margir sáu áður að svo var um flökkulýðinn.