Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 34
34
f'orvaldur Thoroddsen
innar alt er: »Landfræðissaga íslands. Hugmyndir manna
um ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síð-
ar.« En það greinir þó eigi frá öllu, sem í bókinni er. Þá er
kom fram í lok miðaldanna og einkum fram á 16. og 17.
öld, þótti ýmsum frásagan af verslun, hjátrú og menning-
arástandi landsmanna bera hina eiginlegu landfræðissögu
ofurliða; hreyttu þá sumir ónotum að Thoroddsen fyrir
Landfræðissöguna, en jeg hygg að fáir mundu nú
kjósa, að hann hefði heldur valið hina leiðina og ritað
sögu þessa meira en helmingi styttri, eða að eins svo sem
þrjú til fjögur hundruð bls.
Pað var hins vegar yfirsjón Thoroddsens að breyta
eigi aukatitli bókarinnar, þá er hann ákvað að rita hana
eins og raun varð á. Ef heiti hennar hefði verið: »Land-
fræðissaga íslands og nokkrir þættir úr menningarsögu
þess«, hefði það svarað algjörlega til efnisins, og höfund-
urinn sloppið hjá töluverðu lasti og vanþakklæti, sem hann
síst átti skilið fyrir svo ágætt og mikið verk. Porvaldur
mun hafa orðið þess brátt var, er 1. heftið af Landfræðis-
sögunni var komið út, að mönnum þótti hann taka nokk-
uð óviðkomandi efni í hana; má vera að það hafi valdið
því, að hann afsakar í formálanum fyrir 1. bindinu full-
mikið, að hann hafi ritað æfisögur náttúrufræðinga og
landfræðinga, þar sem hann segir, að »æfisögur einstakra
manna sje aðalefni allra sagnarita«, því að þetta er of-
mælt. Svo er það oft, en eigi nærri ávalt.
Á meðan Thoroddsen samdi Landfræðissöguna vann
hann jafnframt að tveim öðrum stórum vísindalegum
verkum, er bæði voru bygð á rannsóknum hans. Hið
fyrra þeirra var Jarðfræðisupp dráttur íslands, sem
kom út 1901 með enskum titli ^Geological Map of Ice-
lancU og enskum skýringum á kostnað Carlsbergsjóðsins,
en hið síðara íslands lýsing hans hin þýska. Jarðfræð-
isuppdrátturinn er 1 : 600000 að stærð, eða einum fimta