Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 42
42
I,0! valdur Thoroddsen
nýrri útgáfu, ef bókin kemur út í mörgum köflum í tíma-
riti, svo að kaupa þarf mjög marga árganga til þess að
eignast hana, og það verður flestum ókleyft. En sann-
leikurinn um Ferðabók Thoroddsens er sá, að hún er
alls eigi uppprentun úr Andvara. Hjer um bil helming-
urinn af henni er nýr. Thoroddsen lagði ferðasögur sín-
ar í Andvara til grundvallar, það sem þær náðu, en end-
urbætti þær og jók svo mikið, að lagfæringar hans og
viðaukar skifta mörgum hundruðum eða jafnvel þúsund-
um. í minsta bindinu, 2. bindinu, og í 3. þriðja bindinu
er meiri hlutinn gamall úr Andvara, en alt er það lag-
fært og aukið, og mörgum tilvitnunum bætt við. Lag-
færingarnar og viðaukarnir í 3. bindi skifta mörgum
hundruðum; 2. bindi er eins mikið endurbætt að tiltölu,
en jeg hef eigi talið lagfæringarnar í því. í 1. bindi er
meiri hlutinn nýr. Par eru tveir kaflar algjörlega nýir,
nngangurinn og Grímsey. Af ferðasögunni um Austur-
land er hjer um bil helmingurinn nýr. Af »Ferðum á
Suðurlandi 1883« er ferðin til Borgarfjarðar mestöll ný,
af rannsóknum á Reykjanesskaga er hjer um bil helm-
ingurinn nýr, og af ferð til Skjaldbreiðar og Geysis er
mesti hlutinn nýr. í ritgjörðinni um Ódáðahraun eru svo
stórir kaflar nýir og svo mikið lagfært að hjer um bil
helmingurinn af henni er nýr.
í 4. bindinu eru tæplega 100 bls. úr Andvara, hitt
alt er nýtt (um 260 bls.). Tveir fyrstu kaflarnir, »Ferðir
á Norðurlandi 1896 og 1897« og »Uppi á heiðum« eru
úr Andvara, en með mörgum lagfæringum og viðaukum,
nokkrum þeirra löngum. Hitt alt er nýtt; þó skal þess
getið, að Porvaldur hafði áður (1903) birt 9 bls. í And-
vara um hæð tjallvega, bæja og jökla á íslandi, en það
er mjög lítið í samanburði við allar hæðamælingarnar í
4. bindinu.
Bá er ferðabókin var komin út, var skömmu síðar