Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 57
í’orvaldur Thoroddsen
57
var komið, kvað Matthías Pórðarson, að einhver yrði
að setja fundinn, og gerði hann það og hóf þar umræður
um bókmentafjelagið og lagði til að Porvaldur Thorodd-
sen væri kosinn forseti. Kvað hann best að senda Bók-
mentafjelagið heim, ef enginn almennilegur forseti feng-
ist hjer fyrir fjelagið. Til skýringar á þessum orðum skal þess
getið, að þetta sumar var hin svonefnda nýlendusýning
haldin í Kaupmannahöfn, og þá er hjer var komið, var
farið að brydda á nokkurri óánægju meðal stúdenta við
dr. Valtý Guðmundsson út af framkomu hans í því máli.
Pá er Porvaldur Thoroddsen tók við forsetastörfum,
fjell heimflutningur Hafnardeildarinnar niður um stund,
en árið eftir ljetu fáeinir menn úr Reykjavíkurdeildinni
stúdent einn taka upp málið, til þess að Reykjavíkur-
deildin, sem var í fjárþröng, gæti eignast sjóð Hafnar-
deildarinnar, er var allmikið yfir 20000 kr., og aðrar eign-
ir hennar. Eins og eðlilegt var, líkaði Thoroddsen þetta
eigi, enda var það og skylda hans sem forseta Hafnar-
deildarinnar að gæta hags hennar. Nokkrir stúdentar
sóttu mál þetta með miklum ofsa, — og það jafnvel sum-
ir, sem voru eigi lögmætir fjelagsmenn, — og höfðu þau
orð um Thoroddsen, að því sem hann sagði mjer eitt
sinn, að hann mundi eigi þora annað en láta undan þeim,
því hann þyrði eigi að fara í stríð við þá. En Thorodd-
sen varð eigi uppnæmur fyrir þeim, og ljet hart mæta
hörðu. Lenti hann þá í blaðadeilu útaf þessu, eins og
sjá má í Lögrjettu og fleiri blöðum frá þeim árum.
Pað er eigi rúm að rekja .þetta mál hjer, en þess
skal getið, að í Minningarriti Bókmentafjelagsins 1916 er
eigi sögð nema önnur hliðin af máli þessu, og er sumt
beinlínis skakt eða ósatt, sem þar stendur; prófessor
Björn M. Ólsen hefur auðsjáanlega eigi þekt nema aðra
hliðina á því máli.
En þess skal hjer getið, að Porvaldur Thoroddsen