Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 19
Þorvaldur Thoroddsen
i-l
bæði á íslensku og á útlendum málum (Alþtíð. 1885, B.
d. 1055 — 57). Pað virðist svo sem hann hafi viljað, að
forvaldur ritaði um eina rannsóknarferð sína á íslensku,
aðra á dönsku, þriðju á ensku o. s. frv., eða að honum
hafi verið illa við, að hann fræddi útlendar þjóðir um ís-
land. Um sömu rannsóknina mátti hann að eins rita á
einu málil Pað tókst þó eigi að fella styrkinn í neðri
deild þegar. Framsögumaður fjárlaganefndarinnar, síra
Eiríkur Briem, mælti vel með honurn. En í efri deild
lagði sjálf fjárlaganefndin til, að styrkurinn væri feldur,
og var Jón Ólafsson framsögumaður hennar; var það
samþykt með 6 atkvæðum móti tveim. Að eins Árni
Thorsteinsson landfógeti flutti hitt, að veita styrkinn og
mintist á ritstörf Porvalds; kvaðst hann vilja óska að rit
hans um ísland yrði eins til sóma fyrir nítjándu öldina
og ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna var fyrir 18.
öldina.
Tá er það spurðist til útlanda, að alþingi íslendinga
hefði eigi sjeð sjer fært að veita Porvaldi Thoroddsen
styrkinn til þess að halda áfram rannsóknum sínum,
þótti það hneyksli. Oscar Dickson, barón í Gauta-
borg, skrifaði honum og bauð honum að kosta rann-
sóknarferð hans hið næsta sumar að öllu leyti, ef hann
vildi rannsaka Snæfellsnes. I’orvaldur tók því með
þökkum og ritaði sjerstakt rit um ferð þessa á dönsku,
er kom út í Stokkhólmi á kostnað hins konunglega vís-
indafjelags Svía. Síðan bauð etatsráð Augustin
Gamél, kaupmaður í Kaupmannahöfn, að kosta rann-
sóknarferð hans eitt sumar.
Sumarið 1891 fór t’orvaldur enga rannsóknarferð,
heldur brá hann sjer 4. júlí með konu sinni uppí Borg-
arfjörð og kom heim 15. s. m. Hann var síðan heima
um sumarið, nema þrjá daga í september, og vann að
ritstörfum. Alþingi sá sig nú um hönd og veitti honum