Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 143
Torskilin bæjanöfn í Skagafjarðarsýslu
I4n
Það sem þessi 3 dæmi sýna verður að varast og það
vandlega.
Nöfnin, sem höf. finnur svo mjög að á 6.—7. bls., hafa
sína þýðíngu; sum af þeim eru gamansnöfn, og sýna, að
fólk hefur haft tilfinníngu fyrir því, sem er broslegt og kát-
legt — því á endilega að útrýma því úr lífinu? Nöfnin hafa
sögulega þýðíngu. Jeg sje heldur ekki neitt »ljótt eða and-
styggilegt« í nöfnum sem »Rembihnútur, Roðgúll, Brók,
Gónandi, Vestannepja, Gloppa, Húkur, Pjatla« og fl.
Jeg hef hjer nefnt ýmislegt til aðvörunar og áfellis — en
hins hef jeg látið ógetið, sem gott er í ritgjörðinni og eftir-
tektarvert, og er það miklu meira að rúminu til. Höf. er
töluvert lesinn, og hefur fengist töluvert við ísl. málfræði, en
þar þarf hann samt frekari þekkíngu. Ymsar af hans upp-
lýsíngum um staðahætti eru góðar og skilmerkilegar.
Enn verð jeg að geta eins lítilræðis, sem snertir sjálfan
mig. Þegar höf. rengir það, sem aðrir hafa sagt, má hann
ekki gera sig sekan í rángri skilníngu sjálfur. í’að hefur hann
gert andspænis mjer á 24. bls. þar sem hann segir, að jeg
»hafi misskilið uppruna nafnsins« og vitnar í bls. 540 í rit-
gjörð minni. Nafnið sem við er átt er Yrarfell (írafell) í Svart-
árdal. Hjer er ekkert misskilið hjá mjer. En höf. fer með
rángt mál. Höf. heldur, að það írafell sem jeg tala um sje
Ymrfell á sömu síðu í fremra dálki (þ. e. það í Svartárdal),
en hann hefði átt að taka eftir því, að þar sem jeg í athuga-
semdunum við einstök nöfn (á þessari síðu) nefni »írafelU
(þannig ritað en ekki Yrarfell), var ekki átt við »YrarfelU efst
á þeirri síðu í fremra dálki (því þá hefði jeg líka skrifað nafnið
eins í aths). Hefði hann flett blaðinu við, hefði hann þar
sjeð (neðst á síðara dálki) »írafell« (svo ritað); þetta er íra-
fell í Kjós, og það er þetta nafn, sem jeg á við í aths. Jeg
get þess þar, að það kunni einmitt að hafa verið Yrarfell að
fornu (einsog hitt í Svartárdal, sem jeg hef skilið eins og höf.).
Þess vegna eru ummæli höf. byggð á misskilníngi frá hans
hálfu og ekki öðru.
Annars er það gott, ef höf. vill halda áfram þessum
íhugunum og rannsóknum staðanafna, og aðrir vekjast upp
til þess að gera það sama, hver í sinni sveit. En því má
ekki gleyma, að það er vandasamt verk. Og verður stöðugt
að hafa fyrir augum þær meginreglur, sem áður voru nefnd-
ar. Það er ekki jeg, sem hef búið þær til — svo þess vegna
er ekki þörf á að lítilsvirða þær —; þær eru knjesettar af
öllum, sem rannsaka staðanöfn; þessar rannsóknir eru nú