Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 7
Í’orvaldui' Thoroddsen
7
Kennari í steinafræði og jarðfræði, sem þá var talin með
henni, var þá prófessor Johannes Frederik John-
strup (d. 31. desbr. 1894), en í grasafræði var þá pró-
fessor aldraður maður, sem eigi er hjer þörf að nefna,
en aukakennari var þá ungur ágætur grasfræðingur Eu-
genius Warming, sem síðar varð stórfrægur og hefur
með alhuga stutt þá Islendinga, sem hafa gefið sig að
grasafræði, og stutt að rannsóknum íslands, en hann varð
eigi prófessor við háskólann fyr en 1885, þá er Jporvald-
ur var tekinn að rannsaka ísland. Warming kendi fyrstur
stúdentum við Hafnarháskóla að rannsaka plöntur með
smásjám. í landafræði var þá enginn sjerstakur kennari
við háskólann, og var sú fræði fyrst gerð að sjálfstæðri
námsgrein við háskólann 1883 og sjerstakur kennari
(docent) skipaður í henni.
Sumarið 1876 kom Porvaldur til Islands með prófes-
sor Johnstrup, er fór norður til Akureyrar og þaðan til
Dyngjufjalla til þess að rannsaka eldgosið í Oskju. Hún
hafði gosið snemma árið áður, og vakið mikla athygli á
Norðurlöndum með hinu mikla gosi 29. mars (1875), því
að nóttina eftir barst askan yfir allan miðhluta Noregs
og belti af Svíþjóð þar fyrir austan, um Dalina, Uppland
alt suður fyrir Stokkhólm, svo þar var töluvert öskufall
30. mars. Pótt forvaldur væri þá ungur og hefði eigi
enn lesið jarðfræði, fekk hann að fara með í leiðangur
þennan og átti hann það Japetus Steenstrup að þakka.
Hann vildi að hann færi af því að hann var Islendingur,
svo að hann kyntist jarðmyndun landsins og rannsóknar-
aðferð duglegs jarðfræðings á jarðfræði íslands. Forvald-
ur átti að aðstoða prófessor Johnstrup á rannsóknarferð
hans ásamt öðrum eldri aðstoðarmanni. Porvaldur hafði
mikið gagn af ferð þessari, því að nú fekk hann að sjá
stórkostlegar eldgosamenjar og allmikinn hluta af ís-
landi, sem hann hafði eigi sjeð áður. 3?að kom sjer