Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 81
Um hjúahakl
81
stað milli húsbænda og hjúa, hefur aldrei náð til íslands, svo
teljandi sje, því húsbændur hafa skoðað og umgengist hjúin
sem jafningja sína, og sýnt þeim traust og virðingu eftir
manndómi þeirra. Að þessu leyti hafa því hjúin mátt vel við
una, ekki síst ef þau hefðu þekt muninn á þessu hjer og
erlendis.
Rjettarstaða vinnuhjúa hefur lengst verið heldur laus
og óákveðin. En með alþingissamþyktinni 17221) og þó
einkum síðar með »Tilskipun um vinnuhjú« 1866, (»Vinnu-
hjúalögunum«) fengu hjúin skýra og afmarkaða rjettarstöðu.2)
Þótt hjúin ættu ekki fulltrúa við lagasmíðina verður ekki
annað sagt, en að rjettar þeirra hafi verið furðanlega gætt,
ekki síst í samanburði við erlenda löggjöf um sama efni og
líkt leyti. Þessu til sönnunar skal bent á það ákvæði »Til-
skipunarinnari3) að hjúið skuli einskis í missa af kaupi, þótt
það verði frá verkum hálfan mánuð um slátt og vertíð, en
mánuð aðra árstíma, en að húsbóndinn sje í ofanálag skyldur
að fæða hjúið árlangt án endurgjalds, þótt það verði frá
verkum eftir að það er nýkomið í vistina. Þetta voru þung-
ar skyldur fyrir húsbóndann.
Orð fór af því hjer áður, að sum hjú notuðu sjer þessi
rjettindi óeðlilega mikið.
II Núverandi ástand
má telja að hefjist með leysingu vistarbandsins
1891. Var þar í einu stigið stórt spor, sem mikilli byltingu
hlaut að valda í þjóðlífinu, af því að sú stjett var svo fjöl-
menn, sem vænta mátti að los kæmist á. Beið þess ekki
heldur lengi, og vinnufólksskorturinn hefur altaf farið vaxandi
síðan, einkum til sveita.
Við þessu var líka að búast, því að svo vondar sem
samgöngurnar voru á sjó milli kaupstaða og verstöðva og
umhverfis landið, þá voru þær þó ennþá verri milli hjeraða
inni í landinu, svo. að bændur hlutu af þessum orsökum
meðal annars að bera skarðan hlut.
Breytingin var of snögg, og það því fremur, sem ekki
lá fyrir nein krafa eða almenn beiðni frá hjúastjettinni um að
vistarbandið væri leyst. En þegar ijettindin voru fengin,
Búalög, Hrappsey 1775, bls. 127—154.
") I.agasafn II, bls. 132—140.
8) 23. grein »Tilskipunarinnar«,
6