Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 94
94
Hákon Finnsson
heldur snua sjer að þvi um hjúahaldið, sem fram undan
liggur.
Þegar um það er að ræða að tryggja landbúnaðinum
meiri vinnuafla með fleiri hjúum, þá munu tæplega möguleik-
ar á því, með því móti að breyta fólksstraumnum þannig,
að beina honum aftur til sveitanna, heldur að stöðva hann
úr sveitnnum.
Þetta má reyna með tvennu móti.
í fyrsta lagi með því að hlynna sem best að hinum
fáu hjúum, sem ekki hafa enn yfirgefið landbúnaðarvinnuna,
í öðru lagi með því að ala ungu kynslóðina, þá er
upp vex í sveitunum, þannig upp, að hana fýsi ekki fremur
að stunda aðra atvinnuvegi.
í því sem hjer fer á eftir verður sjerstaklega talað um
síðara atriðið, og þess vegna minst á ýmislegt, sem kann að
þykja smátt, en þess ber vel að gæta, að þegar um æskuna
er að ræða, er þar líka um menn að ræða, sem næmir eru
fyrir öllu hinu smáa, er þeir alast upp við.
Hvernig á að gera hjúin, sem enn eru í sveitinni,
ánægðari og áhugasamari f stöðu sinni?
Svarið verður að mörgu leyti hið sama og um æskuna,
þegar hún verður orðin hjúastjett framtíðarinnar.
Yerðlaun. Varla er trúlegt, að hin svokölluðu vinnuhjúa-
verðlaun hafi haidið nokkrum hjúum ári lengur í vistum.
Einar 200—300 krónur í verðlaun handa aliri hjúastjettinni
er svo lítið fje, að undur má heita, að nokkurt hjú skyldi vera
svo lítilþægt að sækja um smábrot úr slíku. Fyr mátti nú
vera að stjettin væri lágt sett! Maður myndi halda, að mark-
miðið hefði verið að lítilsvirða stjettina, ef maður vissi ekki
að tilgangurinn var þó heiðarlegur. — Eg hef sjeð nokkur af
þessum verðlaunnm og sýnst færri svo vel gerð að eiguleg
væri. — En sleppum því. 50—100 krónur var hið minsta,
sem bjóðandi var nokkru því hjúi, sem uppfylti skilyrðin, er
sett voru fyrir verðlaununum.
Gleðilegt er því, að nú er að myndast álitlegur sjóður,
»Yerðlaunasjóður vinnuhjúa«, sem eingöngu er til þess ætlað-
ur að verðlauna hjúin; er vonandi að hann eflist brátt, svo
að hann geti tekið sem fyrst til starfa með verulegum mynd-
arskap. Ef verðlaunin megna að halda fólki lengur í vistum,
má eiga jafnvíst, að þau auka trúmensku, dugnað, metnað og
virðingu stjettarinnar fyrir sjálfri sjer og annara fyrir henni,