Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 30
3°
Í’orvaldur Thoroddsen
skaga, sem er þó svo nærri höfuðstað landsins, hafði
ekkert eldfjall verið rannsakað, áður en Thoroddsen fór
þar um 1883. Pá skoðaði hann þar og í grendinni um
30 stór og smá eldfjöll og gígaraðir með rúmum 700
gígum. Hann bjó til uppdrætti af mörgum gígum og
flokkaði þá eftir lögun þeirra og gerð, bar þá saman við
eldgígi, er kunnir voru annars staðar á jörðinni, og sýndi
hvað einkennilegt væri við eldstöðvarnar og eldgosin á
íslandi. Rannsóknir þessar höfðu mikla þýðingu, eigi að
eins fyrir ísland, heldur og fyrir þekkingu manna á jarð-
eldum og eldfjöllum víðsvegar á jörðunni. Á íslandi eru
til alls konar eldfjöll, sem kunn eru annars staðar, og
auk þess eldstöðvar, eldsprungur og einkum gigaraðir,
sem eru sjaldgæfar eða eigi til annars staðar á jörðunni.
Tölur þessar sýna, það sem þær ná, hvað þekking
manna hefur vaxið á íslandi við rannsóknir Thoroddsens.
Hann gerði svo margar nýjar athuganir á ferðum sínum
um innbyrðis afstöðu jarðlaga, eldfjalla, hvera og m. fl.,
að grundvöllurinn varð nú miklu tryggari en áður að
byggja á ályktanir um myndun íslands, og honum tókst
líka að bregða birtu yfir aldur jarðlaganna á íslandi og
myndunarsögu landsins. Ut af athugunum sínum dró
hann líka þýðingarmiklar ályktanir um myndun norður-
hluta Atlantshafsins, um landbrúna milli íslands og Skot-
lands og Islands og Grænlands. Hefur merkur jarðfræð-
ingur, prófessor O. B. Böggild sagt, að varla muni nokk-
urn tíma verða efast um það, að röðin á jarðlögum ís-
lands sje rjett ákveðin af Thoroddsen; hins vegar hafi
aðrar skoðanir komið í ljós á síðustu árum um það,
hvernig palagónitið, í móbergsbeltinu um miðbik landsins
frá Suðurlandsundirlendinu og norður á Melrakkasljettu,
hafi myndast. Thoroddsen hjelt fast við skoðun sína, og
var honum þó ljúft að fallast á skoðanir annara, ef þær