Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 138
>3«
Valdimar Erlendsson
þekkir almenningur ekki nema einstöku stórmenni sinnar
eigin þjóöar og mentaða stjettin aðeins hin allra frægustu
skáld og vísinda- og stjórnmálamenn annara þjóða. Ekk-
ert einasta íslenskt nafn er t. a. m. kunnugt almenningi,
eða lærðu stjettinni yfirleitt í útlöndum, enginn þekkir
þar Snorra Sturluson eða Árna Magnússon, hvað þá held-
ur aðra Islendinga, nema sjerfræðingar einir. Petta er
skiljanlegt og svona er ástandió líka á íslandi. Hversu
margir íslendingar ætli að þekki t. d. nafnfrægu hollensku
skáldin Louis Couperus, Joh. de Meester eða Nico van
Snekklen eða hafi lesið ritverk þeirra. Pó eru Hollend-
ingar langtum meiri bókmentaþjóð en Norðurlandabúar.
Danir eiga aðeins tvo menn, sem allir mentaðir menn í
útlöndum kannast við, og það eru þeir H. C. Andersen
og Georg Brandes. Hvar sem minst er á bókmentir
Norðurlanda, eru þessi tvö nöfn fyrst nefnd. Ritverk
Brandesar eru lesin um öll lönd Norðurálfu, einnig á Spáni
og í Rússlandi, sömuleiðis í Bandaríkjunum og Kanada.
Á Pýskalandi er hann næstum þjóðkunnur og gjörvöll
rit hans, í 12 bindum, hafa verið gefin út á þýsku.
Brandes er sómi og heiður dönsku þjóðarinnar, og
hefur borið nafn hennar út um hinn mentaða heim. feg-
ar hann er fallinn frá, munu Danir fyrst rjettilega meta
hann og sannfærast um, hvílíkt mikilmenni hann var.
Lengi fram eftir æfi hans sýndu þeir honum lítinn sóma
opinberlega og hann var kominn yfir sextugt áður en
hann fjekk föst heiðurslaun af ríkinu. Á seinni árum
hefur hann hlotið ýms heiðursmerki og einkum hefur
konunglega bókasafnið heiðrað hann með því að safna
öllum ritverkum hans, og því, sem um hann hefur verið
skrifað, í eina stofu. Par stendur einnig góð brjóstmynd
af honum.
Að lokum má segja um Brandes, að hann hefur
unnið stórt og mikið lífsverk fyrir mannkynið en þó eink-